Skip to main content
RSF

Uppfærslur og lagfæringar

Skrifað Laugardaginn 21. apríl 2012, kl. 17:52

Þá er tveimur uppboðum lokið síðan að nýja kerfið fór af stað og getum við fagnað því að þetta hefur gengið bara virkilega vel. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að endurbæta hluti og tökum góð skref í framþróun með þessu nýja kerfi.

Heimasíðan hefur einnig verið í stöðugum uppfærslum síðan að kerfið fór í gang og höfum við sett inn nýja útgáfu á u.þ.b. 1 klst. fresti síðan um hádegi í gær. Meðal nýjunga sem hafa komið inn í gær og í dag eru:

  • Prent tákn komið í hægra hornið á öllum síðum (nema forsíðu)
  • Sundurliðaður framboðslisti (Framboð → Í dag sundurliðað). Þegar stæðulisti er kominn inn þá breytist þessi listi í stæðulistann.
  • RSS fyrir fréttir
  • Endurbættir valmöguleikar á afgreiðslulistanum
  • Endurbættir sendingarmöguleikar á vigtarnótu
  • Endurbættir valmöguleikar á vigtarnótu
  • Hægt að velja marga markaði í einu í fiskkaupum
  • Hægt að velja marga markaði í einu í fisksölu

Ásamt alveg heilum helling af endurbætum og lagfæringum. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að laga og bæta og við höldum að þið munuð vera mjög ánægð með það sem er í vændum á heimasíðu RSF.