Skip to main content
RSF

Gjald vegna sendingar á reikningum til kaupenda í bréfapósti

Skrifað Miðvikudaginn 22. ágúst 2012, kl. 15:19

Gjaldið er kr. 1.500 á mánuði án vsk, en rukkaðar verða kr. 6.000 út árið ef ekki er búið að skrá netfangið fyrir 31. ágúst. Síðan verður rukkað á 6 mánaða fresti (9.000). Þetta verður rukkað fyrirfram.

Kaupendur geta skráð netfang þess eða þeirra (komma á milli) sem eiga að fá reikninginn í einkaaðgangum undir “Stillingar” eða sent á RSF (rsf@rsf.is).

Reikningurinn mun verða sendur á þau netföng um leið og hann er útbúinn.

Einnig er hægt að nálgast reikninginn í einkaaðgangi.

RSF bendir kaupendum, sem hafa ekki einkaaðgang nú þegar, að sækja um hann. Það er gert hér.