Skip to main content
RSF

Bjarni Rúnar Heimisson ráðinn til RSF

Skrifað Þriðjudaginn 10. ágúst 2021, kl. 10:13

Bjarni Rúnar Heimisson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða.

Bjarni kemur til RSF frá Niceland Seafood þar sem hann hefur haft umsjón með útflutningi og almennri verkefnastjórn frá 2018. Hann hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi og starfaði á fiskmarkaðnum á Ísafirði um tíma. Bjarni er menntaður í bæði tölvunarfræði og tölvuverkfræði og hefur meðal annars unnið ítarlega greiningu á uppboðskerfum á fiski.

Bjarni hefur störf hjá RSF þann 1. september n.k.