Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
23.04.2024

Ekki verður unnt að senda allan afla upp á land í dag en sá afli sem ekki verður sendur í dag fer á morgun. Einnig er ekki hægt að ísa til útflutnings í dag vegna bilunar í búnaði.

15.04.2024

Fiskur keyptur frá Þórshöfn í dag fer ekki af stað fyrr en í fyrramálið vegna ófærðar.

15.04.2024

Þorskur, ýsa, ufsi, langa, steinbítur, blálanga, keila og karfi sem veidd eru í grásleppunet eru MSC vottuð.

25.03.2024

Ekkert uppboð verður frá og með fimmtudeginum 28. mars 2024 til og með mánudagsins 1. apríl 2024. Fyrsta uppboð eftir páska verður þriðjudaginn 2. apríl 2024. Sjá Uppboðsdagatalið hér

Greiðslur vegna lokunar á fimmtudaginn síðastliðinn, 21. mars 2024, verða svo greiddar út þriðjudaginn 2. apríl 2024 í stað föstudagsins 29. mars 2024.

RSF mun loka næstu viku á föstudagsmorgni 29. mars eins og venjan er en klukkan 10:30.

18.03.2024

Reynt verður eftir fremsta megni að koma öllum afla uppá land í dag og á morgun.

22.02.2024

Fiskur sem seldur var á FMS Ísafirði í dag kemur ekki suður í kvöld eins og áætlað var vegna ófærðar. Fiski verður dreift eins fljótt og kostur er þegar fiskbílar koma til Reykjavíkur.