Skip to main content
RSF

Persónuverndarstefna Reiknistofu fiskmarkaða hf

Reiknistofa fiskmarkaða hf er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Reiknistofu fiskmarkaða hf kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Ábyrgð

Reiknistofa fiskmarkaða hf. kt. 480592-2479, hér eftir nefnt RSF, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. RSF er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

RSF safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

RSF safnar persónupplýsingum um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að upplýsingum um viðskipti sín við RSF og fiskmarkaðina.
Áhersla er á að varðveita trúnað, heilleika og tiltækileika upplýsinga RSF þannig að þær nýtist sem best í starfsemi fyrirtækisins.

RSF stefnir að: 1. Upplýsingar séu réttar og aðgengilegar þeim sem aðgangsrétt hafa þegar þörf er á. 2. Upplýsingar séu óaðgengilegar óviðkomandi og varðar gegn skemmdum, eyðingu eða uppljóstrun til óviðkomandi hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. 3. Leynd upplýsinga og trúnaði sé viðhaldið. 4. Upplýsingar séu varðar gegn þjófnaði, eldi, náttúruhamförum og öðrum slíkum ógnum. 5. Upplýsingar séu varðar gegn skemmdum og eyðingu af völdum tölvuveira og annars spillihugbúnaðar. 6. Áætlanir séu gerðar um samfelldan rekstur, þeim sé viðhaldið og þær prófaðar eins og kostur er. 7. Öryggisatvik, brot eða grunur um veikleika í öryggi upplýsinga séu tilkynnt og rannsökuð og gerðar viðeigandi úrbætur. 8. Áhætta vegna vinnslu og varðveislu upplýsinga sé innan skilgreindra áhættumarka.

Miðlun persónuupplýsinga

RSF nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir.
RSF miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki. RSF er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. RSF afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi. Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir RSF trúnað. RSF leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.

Vafrakökur

RSF notar vafrakökur til að halda utan um innskráningu á einkaaðgang og stillingar á síðunni sem notendur velja sér. Notendur geta notað leiðir sem eru innbyggðar í flesta vafra til að slökkva á vafrakökum en RSF getur ekki tryggt að síðan virki rétt ef það er gert. RSF notar svo einnig Google Analytics til að greina umferð á síðunni. Google Analytics stilla sínar eigin kökur eingöngu til þess að geta greint hvernig síðan er almennt notuð.

Ábyrgð starfsmanna

Öllum starfsmönnum RSF ber að vinna samkvæmt stefnunni. Þeir bera ábyrgð á að fylgt sé þeim stýrimarkmiðum og verklagsreglum sem eiga að tryggja framkvæmd stefnunnar. Þeir sem ógna öryggi upplýsinga RSF af ásettu ráði eiga yfir höfði sér málshöfðun eða aðrar viðeigandi lagalegar aðgerðir. Öllum starfsmönnum RSF ber að tilkynna um öryggisatvik og veikleika sem varða öryggi upplýsinga.

Öryggi gagna

RSF leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. RSF tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Persónuverndarstefna RSF er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. RSF áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennnd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu RSF má finna á www.rsf.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu RSF skal senda á netfangið rsf@rsf.is.

Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 20.06.2018