Skip to main content
RSF

Flutningslisti og meira!

Skrifað Þriðjudaginn 24. apríl 2012, kl. 16:31

Uppboðið í dag gekk mjög vel og við virðumst hafa náð að laga það sem olli seinkuninni í gær. Einnig eru eftirfarandi lagfæringar og endurbætur komnar á heimasíðuna:

Kaupendur / Seljendur

  • Lagaði kr/kg útreikninga á samtölum hjá seljendum
  • Set daginn í dag sem sjálfgefinn dag fyrir fiskkaup
  • Tek út tímabil eftir uppboðsdegi, ekki löndunardegi í veiðivottorði
  • Sýni núna rétt ef seljandi seldi eingöngu VS afla á tímabili
  • Framboðslisti raðast núna eins og stæðulistinn
  • Betrumbætti framboðslistana

Flutningsaðilar

  • Flutningslistinn er kominn inn fyrir flutningsaðila
  • Gerði flutningsnótuna aðeins hraðvirkari
  • Sýni réttar flutningstölur þegar verið er að velja kaupendur (stundum stóð Flutt: 20/5)

Markaðir

  • Hægt að velja hvort þú ert að velja eftir löndunardegi eða uppboðsdegi á vigtarnótu
  • Sýni bara skip á vigtarnótum
  • Hægt að raða eftir stæðumerki á afgreiðslulista

Ásamt litlum lagfæringum og breytingum hér og þar sem ekki er vert að telja upp. Við vonum að þið séuð sammála að síðan er alltaf að verða betri og betri og svo hlökkum við til að bæta við nýjum möguleikum sem ekki var mögulegt að bæta við í gamla kerfinu.