Skip to main content
RSF

Auðkenna greiðslur til RSF!

Skrifað Fimmtudaginn 25. júní 2015, kl. 08:53

Að gefnu tilefni vill RSF ítreka eftirfarandi:

Greiðsluseðlar birtast í netbanka kaupanda sem sýna reikninga sem þeir skulda. Ef kaupendur nota ekki greiðsluseðlana í netbankanum til að greiða reikninga, inn á þá eða til að greiða fyrirfram, skulu þeir nota 6 stafa númer sem byrjar á 8 og fylla upp með núllum og síðan kaupendanúmerið (8xxxxx) til að auðkenna greiðslurnar. T.d. ef kaupendanúmerið er 100 þá er skráð 800100. Það er áreiðanlegra fyrir alla og flýtir mjög mikið ferlinu. Greiðslan skráist þá sjálfkrafa innan 2 mínútna inn í kerfi RSF.

Hér er listi yfir heiti sviðsins sem nota á í netbönkunum:

Arion banki                      =     Seðilnúmer
Landsbanki / fyrirtækjabanki     =     Stutt tilvísun
Landsbanki / einkabanki          =     Tilvísun
Sparisjóður                      =     Tilvísun
Íslandsbanki                     =     Stutt skýring (tilvísun)

Notið alla 6 stafina 8xxxxx!

RSF er með þessu að auka sjálfvirkni og hraða við skráningu á greiðslunum inn í kerfi sitt og ef seðlarnir í netbanka eru ekki notaðir og/eða tilvísunin er röng gæti það seinkað skráningu eða jafnvel skráist rangt. Samt sem áður hvetur RSF kaupendur til að greiða ekki á síðustu stundu til að tryggja sig.