Skip to main content
Logo
Mánudagur 17. jún, 11:11

Uppsetning á VPN og Fiskneti

Uppsetning á uppboðskerfi RSF felur í sér uppsetningu á tveimur kerfum. Annars vegar svokölluðu VPN og svo klukkunni sjálfri sem heitir Fisknet. Best er að byrja á að setja upp VPN og svo setja upp Fisknetið.

Athugið að eingöngu er hægt að setja upp uppboðskerfið á Windows stýrikerfinu. Við styðjum ekki OS X eða Linux eins og er.

1. skref - VPN

Byrjaðu á að niðurhala uppsetningaskránni hérna: Uppsetning á VPN

Opnaðu þessa skrá annað hvort með því að tvísmella á hana eða smella á Run (fer eftir því hvaða vafra þú notar).

Svo smelliru á Next þangað til að hún er búin að setja upp forritið og smellir þá á Finish.

VPN setup


Eftir það ætti Cisco AnyConnect Secure Mobility Client að vera kominn í Start valmyndina hjá þér. Ef þú sérð þetta ekki þarna getur verið að þú þurfir að smella á “All Programs” (eins og sést á myndinni hérna) til þess að finna þetta.

Start valmynd


Tvísmelltu á Cisco AnyConnect Secure Mobility Client og þá opnast gluggi hægra megin á skjánum hjá þér.

VPN gluggi

Þarna þarftu að slá inn “tengjast.rsf.is” eins og þú sérð hér að ofan. Eftir það smelliru á Connect og þá kemur upp gluggi þar sem þú þarft að slá inn notendanafni og lykilorð.

VPN notandi og lykilorð

Notendanafn skal vera rsfk-XXX þar sem XXX eru síðustu þrjár tölurnar í kaupanúmeri. Fyrir kaupanda nr. 9 er þetta rsfk-009, fyrir kaupanda 25 er þetta rsfk-025 o.s.frv. Lykilorð er svo lykilorðið sem þú hefur fengið upp gefið.

Ef allt hefur gengið vel þá mun koma upp gluggi sem segir “Velkomin/n á RSF” og þar skaltu smella á “Accept”.

Velkomin/n á RSF

Núna hefur þú tengst VPN kerfi Reiknistofu fiskmarkaða. Næsta skref er að setja upp Fisknetið.

2. skref - Fisknet

Byrjaðu á að niðurhala uppsetningaskránni hérna: Uppsetning á Fiskneti

Opnaðu þessa skrá annað hvort með því að tvísmella á hana eða smella á Run (fer eftir því hvaða vafra þú notar).

Fisknet setup

Svo smelliru á Áfram -> Áfram -> Áfram -> Setja upp og svo Klára. Þá mun Fisknetið opnast sjálfkrafa og innskráningarglugginn opnast.

Fisknet login

Þarna þarftu að byrja á því að smella á hnappinn lengst til hægri sem heitir “Stillingar”. Þá opnast eftirfarandi gluggi:

Fisknet stillingar

Í “Notandanafn” þarf að bæta við síðustu þremur tölustöfum í kaupendanúmeri, eins og í VPN uppsetningunni. Ef þú ert kaupandi 9 þarftu að bæta við 009, ef þú ert kaupandi 25 þarftu að bæta við 025. Í þessu tilfelli er þetta kaupandi nr. 999 og þá sérðu hvernig hann var sleginn inn. Engum öðrum sviðum þarf að breyta.

Smelltu svo á Vista og þá sérðu aftur innskráningargluggann.

Fisknet login útfyllt

Þarna skaltu setja inn lykilorðið þitt og haka við “Ég hef kynnt mér og samþykki skilmála Fisknetsins”. Þitt er valið um hvort þú viljir láta Fisknetið muna lykilorðið þitt. Eftir þetta smelliru á Tengjast og ef allt hefur verið gert rétt á kerfið að tengja þig við uppboðskerfið okkar.

Búið

Ekki þarf að gera meira til að setja upp tengingu við RSF. Til þess að opna þessi forrit aftur er Cisco AnyConnect Mobility Client í Start takkanum (ráðlagt að draga hann yfir á Skjáborðið (e. Desktop)) og flýtivísir á Fisknetið er þegar á Skjáborðinu.

Endurræsið tölvuna sem notuð er a.m.k. einu sinni í viku til að minnka áhættu á tengingarvandamálum