Skip to main content
RSF

Gamalt stýrikerfi

Written 02.01.2017, 09:05

Eins og komið hefur fram mun RSF innleiða nýtt uppboðskerfi þann 7/2 nk.
Við höfum verið að skoða notendur einkaaðgangsins undanfarið og hvaða stýrikerfi er á þeim tölvum sem skrá sig inn í einkaaðganginn. Þá kom í ljós að einstaka notendur eru að nota stýrikerfið Windows XP sem er orðið mjög gamalt stýrikerfi. Microsoft hætti fyrir u.þ.b. 2 árum að þjónusta þetta stýrikerfi og þ.a.l. er það varhugavert m.a. gagnvart stöðugleika og vírusum. Það getur verið að hægt sé að komast inn á nýja uppboðsforritið með þessu stýrikerfi en við getum engan veginn tryggt að kerfið virki vel hjá þeim sem nota það. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þau sem munu nota uppboðsforritið og eru með þetta gamla stýrikerfi að uppfæra það. Windows 7 eða nýrra stýrikerfi virkar vel.
Minnum einnig á prufuna á morgun, fimmtudaginn 2/2, kl. 9:30. Skoðið handbókina og kennslumyndbandið.
Endilega tengist og prófið.