Skip to main content
Logo e42afc5f4ec358d0419982235d3a769d455493378709d4504e8fb22f76ee283a
Mánudagur 24. okt, 03:19
Framboð í dag
Frá Til Tegund Ástand Kg
Þorskur Ós. 17.435
Þorskur Sl. 6.977
Undirmálsþorskur Ós. 2.182
Undirmálsþorskur Sl. 558
Ýsa Ós. 7.402
Undirmálsýsa Ós. 467
Lýsa Ós. 81
Ufsi Ós. 52
Annað 21.948
Samtals: 57.102

Skoða heildarframboð í dag »


Seinkun getur orðið á flutningi frá Snæfelsnesi í dag 19.10.16

Uppboð á laugardaginn fyrir 5 dögum

Laugardagsuppboðin hefjast 22/10 nk. Það er hægt að skoða uppboðsdaga hér.

RSF mun hafa prufuuppboð á morgun miðvikudaginn, 19/10, kl. 9:30.
Kynnum nýjungar í forritinu.

Ef kaupandi kaupir á uppboðinu í dag og vill kaupa allar einingar sem í boði eru ýtir hann á stafabil og síðan á + (plús) eða slær inn heildarfjöldann og síðan á Enter.

Það þarf ekki í nýja forritinu því til þess að taka allar einingar er ýtt beint á +. Þá opnast ekki valglugginn og kaupandi fær allt. Á sama hátt er hægt að ýta - (mínus/bandstrik) og þá fær kaupandinn lágmarkseiningafjölda af því sem í boði er.

Síðan er hægt að gera snöggboð með því að ýta á t á lyklaborðinu og síðan verðið sem kaupandinn er tilbúinn að greiða fyrir stæðuna og síðan á Enter. Þá stoppar kerfið klukkuna á því verði ef hún fer svo langt. Þetta er hægt að nota í stað snöggboðsins þar sem ýtt er á verðið á klukkunni ef verðið er ekki komið á klukkuna.

Hvetjum kaupendur til að taka þátt og prófa fyrir okkur.

Prufa á uppboðsforriti fyrir 10 dögum

Við ætlum að halda áfram að prufa nýja uppboðsforritið.
Sú næsta verður á miðvikudaginn, 19/10, kl. 9:30.
Bættum síðast við vali á fjölda eininga.
Við höfum ekki gert annað en að straumlínulaga kerfið ennþá síðan þá, en ætlum samt að reyna að vera komnir með meira fyrir prufuna.
Látum ykkur vita.
Það hjálpar mikið í ferlinu að sem flestir fari inn og djöflist í þessu eins mögulega er hægt. Helst með sem óvenjulegustum hætti til að gera kerfið sem best.
Minnum ykkur á.

Bilun í uppboði í dag fyrir 19 dögum

Bilun varð á meðan að uppboðinu stóð í samskiptabúnaði hýsingaraðila RSF í dag. Við biðjumst afsökunar á því. Okkur skilst að eldglæringar gærdagsins hafi “steikt” hluta af þessum búnaði og þess vegna hafi samband við tölvubúnað bilað og dottið niður. Tölvubúnaður RSF var í lagi og uppboðið hélt bara áfram eins og ekkert hafi gerst. Allir kaupendur og RSF misstu samband við uppboðið. Síðan datt sambandið inn aftur smámsaman hjá kaupendum en RSF náði inn síðast vegna þess að samband okkar er annars eðlis. Góð ráð dýr, en við fórum yfir söluna sem varð og við skoðunina sýndist okkur að samband hafi verið komið á við kaupendur í lok óslægða þorsksins. Verð á slægðum þorski var eðlilegt og sambærilegt við verð undanfarið og þeirra tegunda sem eftir komu.
Við þurftum því að setja okkur spor í Salomons forðum og ákváðum að taka aftur stæðurnar frá því að sambandið datt niður fram að slægða þorskinum. Stór hluti þessa stæða seldist ekki heldur taldi niður í núll vegna þess að enginn gat keypt. Það eru örugglega ekki allir sáttir frekar en í dómi Salomons, en við biðjum þá velvirðingar og setja sig í spor RSF og annarra kaupenda.
Þetta hefur aldrei gerst áður og þ.a.l. frumraun okkar og þurfti að taka á þessu af ákveðni.
Við ætlum að fyrirbyggja að þetta gerist aftur með því að vera með einhvern hjá hýsingaraðilanum við tölvubúnaðinn og fylgjast með og grípa inn í ef með þarf þar til að ljóst er að búið er að ganga í skugga um að samskiptabúnaðurinn er í lagi.
Með innleiðingu á nýju uppboðsforriti munum við taka sérstaklega á þessu þannig að þetta gerist ekki aftur.
Enn og aftur biðjumst við afsökunar á þessu.

Eyjólfur Þór Guðlaugsson frkvst.

RSF er að keyra nýja uppboðsforritið á meðan sýningin er í gangi í dag, fimmtudag. Það er í gangi núna.

Kíkið á það.

Heild síðasta uppboð
22.10.2016
Tegund S/Ó Kg Kr/Kg
Þorskur Óslægt 43.705 252,74 kr.
Þorskur Slægt 7.062 290,63 kr.
Undirmálsþorskur Óslægt 3.524 140,02 kr.
Undirmálsþorskur Slægt 1.650 180,74 kr.
Ýsa Óslægt 25.930 235,05 kr.
Ýsa Slægt 3.909 243,65 kr.
Undirmálsýsa Óslægt 403 121,55 kr.
Undirmálsýsa Slægt 90 106,00 kr.
Lýsa Óslægt 297 89,56 kr.
Ufsi Óslægt 848 150,99 kr.
Ufsi Slægt 5.225 188,09 kr.
Langa Óslægt 2.249 205,45 kr.
Langa Slægt 63 105,48 kr.
Blálanga Óslægt 73 260,00 kr.
Keila Óslægt 1.242 66,15 kr.
Keila Slægt 218 69,00 kr.
Annað 14.026
Samtals: 110.514

Sjá heildarlista »