Skip to main content
Logo e42afc5f4ec358d0419982235d3a769d455493378709d4504e8fb22f76ee283a
Föstudagur 28. apr, 06:08
Framboð í dag
Frá Til Tegund Ástand Kg
Þorskur Ós. 209
Undirmálsþorskur Ós. 8
Ýsa Ós. 19
Steinbítur Ós. 268
Hlýri Sl. 12
Skarkoli Sl. 107
Flök/bleikja .. 180
Tindaskata Ós. 18
Samtals: 821

Skoða heildarframboð í dag »


Gleðilega páska fyrir 16 dögum

RSF óskar ykkur öllum gleðilegra páska. Næsta uppboð verður þriðjudaginn 18. apríl nk. kl. 13:00 eins og venjulega.

Fiskur frá Fiskmarkað Þórshafnar kemst líklega ekki suður í dag vegna veðurs

Í tilefni af fyrirspurnum í tengslum við birtingu lista um sölu á afla og tilgreiningu á kaupendum vill RSF koma eftirfarandi á framfæri.

Nokkur fjöldi kaupenda á mörkuðum hefur kvartað undan því að viðskipti þeirra séu gerð opinber og telja það skaða sína hagsmuni. Af því tilefni, og vegna breytinga á hugbúnaði RSF, var hugað nánar að lagalegri stöðu þessara upplýsinga.

Í reglugerð fyrir uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla frá 2007 var í upphafi gert ráð fyrir að leyfishafi skyldi láta liggja frammi yfirlit yfir selt aflamagn hvers dags, “kaupendur þess og verð”. Áður en reglugerðin tók gildi um haustið var henni breytt og felld niður skyldan til þess að veita upplýsingar um kaupendur.

Í því ljósi telur RSF sér ekki stætt á því að miðla opinberlega upplýsingum um kaupendur á mörkuðum enda er heimild fyrirtækisins til þess óljós.

Samkvæmt áliti lögmanns RSF eiga önnur lög ekki við í þessu t.d. á sviði persónuverndar, neytendaréttar eða um óréttmæta viðskiptahætti.

Tilkynning frá Umbúðamiðlun fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Umbúðamiðlun áréttar að viðskiptavinir vandi þrif á kerum að notkun lokinni. Kerin þarf að þrífa vel að innan sem utan. Eins og allir vita er hreinlæti við matvælaframleiðslu mjög mikilvægt og enginn kærir sig um að fá óhrein ker til notkunar.

Breytingar – RSF klukka fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Hvers vegna að breyta?
Hvers vegna að laga þegar það er ekki bilað? Þetta eru eflaust spurningar sem komið hafa upp.
Fisknet var tekið í notkun á kvenréttindadaginn 19. júní 2003 og var þess vegna næstum 14 ára gamalt.
Það var komið á endastöð í frekari þróun. Ef það hefði bilað var undir hælinn lagt hvenær hefði verið hægt að laga það. Þeir sem bjuggu það til hefðu þurft að fara í upprifjun á því. Hefði kannski tekið klukkustundir, jafnvel daga að koma því aftur í gang.
Þá hugsun er erfitt að hugsa til enda.
RSF klukkan sem er smíðuð eftir nýjustu tækni er hægt að laga og breyta með mjög stuttum fyrirvara og möguleikarnir í þeim efnum mjög miklir.
Við gerðum nokkrar lagfæringar og breytingar í síðustu viku.

Fiskmarkaður Íslands MSC vottaður fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Nú hefur Fiskmarkaður Íslands fengið rekjanleikavottun (chain of custody) samkvæmt staðli MSC á slægingar- og flokkunarstöð á Rifi. MSC-vottun staðfestir að hráefni sem fer í gegnum stöðina er upprunnið úr sjálfbærum fiskistofnum. Þess má geta að krafa um MSC vottun á erlendum mörkuðum hefur aukist síðastliðin ár.

Heild síðasta uppboð
27.04.2017
Tegund S/Ó Kg Kr/Kg
Þorskur Óslægt 72.466 207,79 kr.
Þorskur Slægt 45.570 248,39 kr.
Undirmálsþorskur Óslægt 1.057 184,73 kr.
Undirmálsþorskur Slægt 2.608 155,63 kr.
Kinnfiskur þorskur .. 40 1.025,00 kr.
Ýsa Óslægt 27.500 221,00 kr.
Ýsa Slægt 42.301 176,55 kr.
Undirmálsýsa Óslægt 327 84,77 kr.
Undirmálsýsa Slægt 341 43,99 kr.
Lýsa Óslægt 205 75,93 kr.
Lýsa Slægt 174 37,57 kr.
Ufsi Óslægt 6.072 76,58 kr.
Ufsi Slægt 10.798 83,02 kr.
Langa Óslægt 4.115 157,88 kr.
Langa Slægt 12.483 115,87 kr.
Keila Óslægt 411 43,73 kr.
Annað 59.981
Samtals: 286.449

Sjá heildarlista »