Skip to main content
Miðvikudagur 20. okt, 11:10
Framboð í dag
Frá Til Tegund Ástand Kg
Þorskur Ós. 4.898
Þorskur Sl. 1.840
Undirmálsþorskur Sl. 503
Ýsa Ós. 11.577
Ýsa Sl. 782
Undirmálsýsa Ós. 818
Lýsa Ós. 341
Lýsa Sl. 11
Annað 8.152
63 stæður Samtals: 28.922

Skoða heildarframboð í dag »


Kæru viðskiptavinir Fiskmarkaðs Íslands á Sauðárkróki.

Því miður þurfum við að tilkynna ykkur, að frá og með 25.október næstkomandi verður ekki hægt að fá þjónustu frá Fiskmarkaði Íslands á Sauðárkróki.

Fiskmarkaður Íslands harmar þessa niðurstöðu og þakkar viðskiptavinum félagsins á Sauðárkróki fyrir stuðninginn frá því að starfstöðin var opnuð.

Guðmundur Björn (Gummi) mun starfa fyrir fyrirtækið á Skagaströnd. Vel verður tekið á móti öllum fiski til þjónustu á Skagaströnd líkt og á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins sem fyrr.

Kv,

Aron Baldursson

Framkvæmdastjóri

Minnum á að sunnudagsuppboðin byrjuðu seinasta sunnudag.

FMÍS - Gjaldskrárbreyting fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Þann 3. september n.k. tekur gildi breyting á kaupendagjaldi sem verið hefur 1,5 kr/kg, verður 0,75% af aflaverðmætum.

Bjarni Heimisson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða.

Bjarni kemur til RSF frá Niceland Seafood þar sem hann hefur haft umsjón með útflutningi og almennri verkefnastjórn frá 2019. Hann hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi og starfaði á fiskmarkaðnum á Ísafirði um tíma. Bjarni er menntaður í bæði tölvunarfræði og tölvuverkfræði og hefur meðal annars unnið ítarlega greiningu á uppboðskerfum á fiski.

Bjarni hefur störf hjá RSF þann 1. september n.k.

Ágæti viðskiptavinur Þann 1. Júlí 2021 hækkar gjaldskrá og önnur þjónustugjöld Eimskips Flytjanda í fiskflutningum um 2,9%. Þessar gjaldskrárbreytingar eru gerðar í tengslum við hækkanir á helstu kostnaðarliðum félagsins. Nánari upplýsingar: Pálmar Viggósson sölustjóri innanlandsflutninga pvs@eimskip.is S: 825-7748

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður ekki hægt að fá þjónustu við slægingu á fiski hjá Fiskmarkaði Íslands á tímabilinu 1. júlí 2021 – 31. ágúst 2021. Flokkun verður áfram með hefðbundnu sniði.

Because of summer vacations Fiskmarkaður Íslands can not service gutting on the time period 1st of July to 31st of August 2021. Grading of fish will be in place.

Heild síðasta uppboð
19.10.2021
Tegund S/Ó Kg Kr/Kg
Þorskur Óslægt 611 476,67 kr.
Þorskur Slægt 22.943 389,72 kr.
Undirmálsþorskur Slægt 8.498 224,63 kr.
Þorskhnakkar Roð og beinlaus 100 1.832,00 kr.
Ýsa Óslægt 7.262 428,94 kr.
Ýsa Slægt 30.643 453,23 kr.
Undirmálsýsa Óslægt 275 188,00 kr.
Undirmálsýsa Slægt 2.691 316,26 kr.
Lýsa Slægt 253 127,00 kr.
Ufsi Slægt 1.714 215,15 kr.
Langa Óslægt 13 160,00 kr.
Langa Slægt 5.288 297,66 kr.
Blálanga Óslægt 21 181,00 kr.
Blálanga Slægt 1.630 256,93 kr.
Keila Slægt 2.700 143,71 kr.
Gullkarfi Óslægt 12.111 289,08 kr.
Annað 27.212
Samtals: 123.965

Sjá heildarlista »