RSF er þjónustufyrirtæki íslensku fiskmarkaðanna og tengir saman 11 fiskmarkaði.
RSF sér um reikningagerð, afreikningagerð og dreifingu á fjármagni til seljenda, markaða, hafna, sjóða og svo frv.
Nýjir seljendur þurfa að skrá sig hjá RSF eða hjá þeim markaði sem þeir vilja selja afla.
Við viljum hafa sem ítarlegastar upplýsingar um okkar viðskiptavini til að þetta gangi sem best fyrir sig.
Netfang RSF er rsf@rsf.is.
Kaupavikan hefst á föstudegi og endar á fimmtudegi.
Afreikningarnir eru síðan sendir út daginn eftir á föstudegi og greitt er á föstudegi viku seinna.
Eftirfarandi upplýsingar skal skrá ef mögulegt:
*Seljendur hafa val um að fá afreikninga senda í tölvupósti á einn eða fleiri aðila