Skip to main content
RSF

Notendaskilmálar RSF

Öll viðskipti um uppboðskerfið RSF klukku eru háð notenda- og samningsskilmálum (hér eftir nefndir „skilmálar“) sem hér koma fram. Til þess að fá aðgang að RSF klukku samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Þú ábyrgist að hafa heimild að lögum til að samþykkja þessa skilmála fyrir sjálfa(n) þig eða þann aðila sem þú kemur fram fyrir. Verði einstök ákvæði skilmála þessara lýst ógild, ólögmæt eða ekki verður unnt að leita fullnustu þeirra að einhverju leyti, skal það engin áhrif hafa á gildi, lögmæti og fullnustumöguleika annarra ákvæða skilmálanna. Hvers konar undantekningarnar og takmarkanir eiga aðeins við að því marki sem íslensk lög heimila.

 1. Ábyrgð, viðurkennd af RSF, eða fyrirframgreiðsla skal liggja fyrir áður en kaup eiga sér stað í uppboðskerfum RSF.
 2. RSF er heimilt að loka tafarlaust og án viðvörunar á viðskipti ef ábyrgð er ekki lengur gild, eða ef innistæða er ekki fyrir kaupum, ef reikningur er ekki greiddur á gjalddaga og einnig ef vart verður misnotkunar á tölvu- og/eða uppboðskerfi RSF.
 3. RSF veitir engar upplýsingar um viðskiptavini sína, aðrar en þær sem lög kveða á um, án samþykkis viðkomandi.
 4. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á þeim tengi- og tölvubúnaði sem hann notar til að tengjast RSF. Nánari leiðbeiningar þar um má sjá á heimasíðunni www.rsf.is . RSF ber á engan hátt ábyrgð á tjóni sem notandi vefsíðu RSF kann að verða fyrir vegna vanþekkingar notanda, misskilnings, misnotkunar á vefsíðunni eða vegna þess að tölvubúnaður notanda virkar ekki sem skyldi.Til að RSF klukka virki sem best og minnka áhættu á tengingarvandamálum mælum við með því að tölvan sem notuð er sé endurræst a.m.k. einu sinni í viku.
 5. Þá ber kaupandi einnig ábyrgð á öllum gerðum sínum við notkun RSF klukku. Kaupandi gerir sér grein fyrir að virkni fyrrnefndra kerfa á heimasíðu RSF er háð ýmsum þáttum sem varða ýmsa aðila, svo sem fiskseljendur og fiskmarkaði. RSF ber ekki ábyrgð á neinu því tjóni sem kann að hljótast af hugsanlegri bilun í umræddum kerfum, rangra upplýsinga sem þar birtast eða af því að kerfin hafa ekki á allan hátt virkað sem skyldi.
 6. Kaupandi skal tengjast uppboði tímanlega, kanna ábyrgðarstöðu sína og kynna sér stæðulista þar sem fram koma upplýsingar um það sem í boði er.
 7. Eftir úthlutun lykilorðs ber kaupandi ábyrgð á því að vörslu þess séu fullnægjandi og að aðrir aðilar geti ekki nýtt sér það. Öll viðskipti sem stofnað er til með innslætti lykilorðs eru á ábyrgð kaupanda.
 8. RSF rekur reiknistofu uppboðsmarkaða og kerfið RSF klukka, en ber enga ábyrgð á starfsemi fiskmarkaðanna eða gjörðum starfsmanna þeirra.
 9. Starfsfólk fiskmarkaða hefur aðgang að tölvukerfi RSF samkvæmt samkomulagi þar um. Allar upplýsingar sem starfsfólk fiskmarkaða slær inn í tölvukerfið og varða viðskiptavini fiskmarkaðanna eru algjörlega á ábyrgð viðkomandi fiskmarkaðar.
 10. Um allar leiðréttingar sem varða fiskkaup skal kaupandi snúa sér til viðkomandi fiskmarkaðar. RSF kemur ekki að deilumálum sem varða viðskipti kaupenda við einstaka fiskmarkaði.
 11. Kaupavikan hefst á föstudegi og endar á fimmtudegi. Reikningarnir eru síðan sendir út daginn eftir á föstudegi og gjalddagi er síðan fimmtudaginn þar á eftir. Greiðslufrestur er því vika.

Gjaldskrá fiskmarkaða

Gjaldskrá RSF

Aðrar upplýsingar

Um aðra skilmála vísast til laga nr. 79/2005 um uppboðsmarkaði sjávarafla og reglugerða sem settar eru með heimild í þeim lögum.