Afladagbókin er smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur sem verður aðgengilegt í App Store og Google Play Store. Forritið er framlenging af vefsíðu RSF (www.rsf.is) og nýtist m.a. til þess að skila inn afladagbókum til Fiskistofu.
Til þess að nota appið þarftu að byrja að sækja um það hér. Því næst tengjum við þig við appið og þegar þú færð email eða símhringingu frá okkur þá er appið klárt til notkunar. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti á netfangið rsf@rsf.is eða í síma 420-2000 og við komum þér af stað.
Endanlegt verð hefur enn ekki verið ákveðið þar sem áætlun rekstrar- og þróunarkostnaðar er enn í vinnslu. Ef þú hefur skoðun á málinu má gjarnan hafa samband með tölvupósti á rsf@rsf.is.
Afladagbókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir minni útgerðir og aðila sem selja á fiskmarkaði. Aðilar sem þurfa að skila inn afladagbók og í leið tengt þau við sína sölu á sölukerfi RSF.
Mikilvægur liður í appinu eru lífkenni. Lífkenni eru andlitsskanni, fingrafaraskanni eða eitthvað slíkt sem að símtækið þitt býður upp á. Til þess að virkja lífkenni þarftu að fara í Stillingar og Virkja lífkenni. Það sem að virkja lífkenni gerir er að þú þarft ekki að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum í hvert skipti sem þú notar appið. Svo þarf að vera með virk lífkenni til að skila afladagbókum ef sími er ekki í netsambandi.