Skip to main content
RSF

Upplýsingar fyrir alla kaupendur

RSF er þjónustufyrirtæki íslensku fiskmarkaðanna og tengir saman 11 fiskmarkaði á 45 stöðum.
RSF sér um reikningagerð, afreikningagerð og dreifingu á fjármagni til seljenda, markaða, hafna, sjóða og svo frv.

Kaupendur á íslensku fiskmörkuðunum (RSF) þurfa að hafa bankaábyrgð eða greiða kaup sín fyrirfram.

Kaupanda er gefið númer. Til þess að gera það þarf RSF eftirfarandi upplýsingar:

  • Kennitölu
  • Nafn
  • Heimilisfang
  • VSK-númer
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Nafn tengiliðs
  • Farsími
  • Netfang tengiliðs
  • Netfang fyrir reikninga *

*RSF sendir reikninga á kaupendur í tölvupósti á einn eða fleiri aðila. Val er um að senda þá líka í bréfapósti gegn gjaldi.

Netfang RSF er rsf@rsf.is

Kaupavikan hefst á föstudegi og endar á fimmtudegi.
Reikningarnir eru síðan sendir út daginn eftir á föstudegi og gjalddagi er síðan fimmtudaginn þar á eftir.
Greiðslufrestur er því vika.

Greiðsluseðlar birtast í netbanka kaupanda sem sýna reikninga sem þeir skulda. Ef kaupendur nota ekki greiðsluseðlana í netbankanum til að greiða reikninga, inn á þá eða til að greiða fyrirfram, skulu þeir nota 6 stafa númer sem byrjar á 8 og fylla upp með núllum og síðan kaupendanúmerið (8xxxxx) til að auðkenna greiðslurnar. T.d. ef kaupendanúmerið er 100 þá er skráð 800100. Það er áreiðanlegra fyrir alla og flýtir mjög mikið ferlinu. Greiðslan skráist þá sjálfkrafa innan 2 mínútna inn í kerfi RSF.

Hér er listi yfir heiti sviðsins sem nota á í netbönkunum:

Arion banki                      =     Stutt skýring
Landsbanki / fyrirtækjabanki     =     Stutt tilvísun
Sparisjóður                      =     Tilvísun
Íslandsbanki                     =     Stutt skýring (tilvísun)

Notið alla 6 stafina 8xxxxx!

RSF er með þessu að auka sjálfvirkni og hraða við skráningu á greiðslunum inn í kerfi sitt og ef seðlarnir í netbanka eru ekki notaðir og/eða tilvísunin er röng gæti það seinkað skráningu eða jafnvel skráist rangt. Samt sem áður hvetur RSF kaupendur til að greiða ekki á síðustu stundu til að tryggja sig.

Hægt er að nálgast meiri upplýsingar hér:
Handbók vegna uppboðs
Kennslumyndband vegna uppboðs
Uppboð verklagsreglur
Notendaskilmálar RSF klukku
Gjaldskrá RSF
Gjaldskrá markaða
Gæðamat á fiskmarkaði
Stærðarflokkun á fiskmarkaði

Til að kaupa á internetinu með RSF klukku, þarf kaupandinn að hafa háhraðatengingu.

Það þarf að hafa einkaaðgang til að tengjast uppboðinu. Sótt er um hann hér

Notendur PC tölva þurfa að hafa Windows 7 stýrikerfi eða nýrrra, Apple notendur macOS 10.10 stýrikerfi eða nýrra. Skjár þarf að hafa a.m.k. 1280x1024 í upplausn

Endurræsið tölvuna sem notuð er a.m.k. einu sinni í viku til að minnka áhættu á tengingarvandamálum

Reikningsnúmer RSF er: 0142-26-020200, kt. 480592-2479.

Við ákvörðun á upphæð bankaábyrgðar er gott að áætla umfang viðskiptanna og að hún dugi fyrir 2 vikna viðskiptum. Þ.e.a.s. verðmæti keypt fisks og gjöld auk virðisaukaskatts.

Einföld ábyrgð:

STAÐUR OG DAGSETNING.  

Reiknistofa fiskmarkaða hf, kt. 480592-2479  
Suðurhraun 10
210 Garðabær 

Ábyrgð nr: xxxxxxxx

Samkvæmt starfsreglum yðar sem staðfestar hafa verið af sjávarútvegsráðherra, ber kaupanda á uppboðsmarkaði tengdum yður að setja greiðslutryggingu til yðar fyrir væntanlegum viðskiptum sínum við yður.

Greiðslur vegna viðskiptanna fara fram í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að uppboð fer fram.  

Að beiðni FYRIRTÆKIS kt. xxxxxx-xxx9, (heimilisfang) og í samræmi við ofanritað ábyrgist SELVOGSBANKI (bankanúmer, heimilisfang) hér með gagnvart yður greiðslu á allt að kr: xxxxxxxxx gegn eftirtöldum skjölum:

1. Skriflegri yfirlýsingu yðar um að þér hafið krafið FYRIRTÆKIÐ um greiðslu og að FYRIRTÆKIÐ sé þar með í vanskilum.

2. Afrit af viðkomandi reikningum.

Ábyrgðin fellur úr gildi þann xx.xx.xx.

Mál vegna ábyrgðar þessarar má reka fyrir .....

f.h. SELVOGSBANKA