Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
11.04.2025

Ekkert uppboð verður frá og með fimmtudeginum 17. apríl 2025 til og með mánudagsins 21. apríl 2025. Fyrsta uppboð eftir páska verður þriðjudaginn 22. apríl 2025. Sjá Uppboðsdagatalið hér

Greiðslur vegna lokunar á fimmtudaginn síðastliðinn, 10. apríl 2025, verða svo greiddar út þriðjudaginn 22. apríl 2025 í stað föstudagsins 18. apríl 2025.

RSF mun loka næstu viku á föstudagsmorgni 18. apríl eins og venjan er.

31.03.2025

Ekki er hægt að fá ís til útflutnings því ísvélin er biluð.

11.03.2025

Bjarni Rúnar Heimisson framkvæmdastjóri RSF hefur látið af störfum.

Almennar fyrirspurnir annast Magnús á skrifstofu RSF, magnus@rsf.is.

05.02.2025

Röskun verður á fiskflutningi á Snæfellsnesi vegna veðurs í dag, 5. febrúar.

03.02.2025

Tvísýnt er með siglingar Herjólfs seinni partinn í dag og á morgun.

31.01.2025

Veður fer nú versnandi á öllu landinu og af þeim sökum mun fiskur keyptur á RSF í dag 31.1.2025 ekki vera til afhendingar fyrr en á sunnudagskvöld 2.2.2025 . Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula og gula viðvörun á öllu landinu. Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara.

Við fylgjumst vel með þróun mála og brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar almennar upplýsingar varðandi lokanir á vegum má finna á www.vegagerdin.is