Skip to main content
Logo
Þriðjudagur 12. des, 10:25

Fréttir og tilkynningar

Tilkynning frá Eimskip fyrir 19 dögum

Áætlunarferðir til og frá Höfn, Djúpavogi og Austfjörðum féllu niður í gær.
Útlitið varðand áætlunarferðir til og frá austurlandi eru ekki góðar, a.m.k. næsta sólarhringinn.

Þjóðvegur 1 er lokaður frá Lómagnúpi að Höfn og svo einnig í Berufirði.
Á NA horninu er þjóðvegur 1 lokaður frá Mývatni í Jökuldal.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á heimasíðu okkar www.flytjandi.is

Vekjum athygli á því að Landsbankinn er að innleiða nýjan hugbúnað dagana 18.-20. nóvember nk.
Frekari upplýsingar má sjá hér.
RSF er hjá Landsbankanum þannig að við munum sennilega ekki sjá þær greiðslur sem greiddar verða þessa daga.
Mælum með að kaupendur sýni fyrirhyggju.
Ef þeir sjá fram á að þeir þurfi frekari heimild til að kaupa á uppboðunum 19. og 20. nóvember þarf að greiða inn föstudaginn 17. nóvember. Tryggja þar með að starfsfólk RSF sjái greiðsluna til að skrá hana inn í kerfið.

Á morgun föstudaginn 10/11 verður tölvubúnaðaður RSF fluttur til Thor Datacenter í Hafnarfirði.
Flutningurinn mun taka stutta stund en á sama tíma munum við skipta um IP tölur á heimasíðunni og öðrum kerfum.
Þegar skipt er um IP tölur á lénum getur það tekið upp í sólarhring að uppfærast hjá öllum og því getur verið að erfitt sé að komast inn á vefsíðu RSF á meðan að breytingin er að síast út í gegnum internetið.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Helgaruppboð á sunnudögum fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sunnudögum kl. 13:00 fram að áramótum, en hafa ekkert uppboð á laugardögum.
Við munum síðan í kringum áramótin kanna hjá viðskiptavinum markaðanna hver afstaða þeirra er gagnvart þessu að fenginni reynslu.
Fyrsta sunnudagsuppboðið verður 29. október nk.

MSC á stæðulista fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Við höfum merkt þær stæður á stæðulistanum sem eru með MSC vottaðar. Stefnum á að gera þetta víðar á síðunni fljótlega t.d. á fiskkaupalistanum og klukkunni.

Vegna vinnu við vélbúnað verður kerfi RSF niðri föstudagskvöldið 13. október nk. frá kl. 23:00 til 04:00.
Vefsíða RSF verður þess vegna ekki aðgengileg á þessum tíma.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.