Skip to main content
Logo e42afc5f4ec358d0419982235d3a769d455493378709d4504e8fb22f76ee283a
Fimmtudagur 17. ágú, 23:19

Fréttir og tilkynningar

Í tilefni verslunarmannahelgar verður skrifstofu RSF lokað á hádegi föstudaginn 4/8.
Í “neyðartilfellum” eftir það er mögulega hægt að ná í Eyjólf í síma 862-8047. Góða helgi!

Vekjum athygli á því að það verður ekkert uppboð föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi (4/8) né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 7/8.
Hægt er að sjá uppboðsdaga hér.

Að gefnu tilefni vill Fiskmarkaður Siglufjarðar benda á eftirfarandi í starfsreglum markaðsins.

“2. Skuldbindingar.

2.1. Þegar skip hefur tilkynnt afla sinn til sölu á FMSI, er það skuldbundið til að selja afla sinn þar á því verði sem fæst. Það er, eftir tilkynningu um sölu, er ekki hægt að breyta né hætta við. FMSI ábyrgist að allur afli skips seljist, en ekki á hvaða verði hann selst. Með þessu er tryggt að losun skips fari fram strax eftir komu þess. Löndunarstaður verður að standast ella ber seljandi aukakostnað sem sannanlega fellur til ef löndunarstaður breytist.”

“Fyrsta uppboðið tókst með miklum ágætum.”
Svona hljóðaði fyrirsögn í dagblöðunum þann 16. júni 1987 er fyrsta uppboð fiskmarkaðs á Íslandi fór fram hjá Fiskmarkaðinum hf í Hafnarfirði.
Seldur var fiskur úr Otri HF-16, alls 167.466 kg. Aflaverðmætið var 5.527.693 kr. Meðalverð 33 kr per/kg. Það verð var mjög nálægt “landsambandsverði” sem þá var í gildi.
Síðan eru liðinn 30 ár og rétt að óska aðilum í útgerð og fiskvinnslu til hamingju með daginn og þá miklu framþróun sem hefur orðið í uppboði á fiski á Íslandi síðan þá. Ein reiknistofa ( RSF), allur fiskur seldur yfir internetið á klukku og fjöldi fiskmarkaða um allt land.
Elsti núverandi fiskmarkaðurinn er Fiskmarkaður Suðurnesja hf stofnaður 3/7 1987.

Kær kveðja,
Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri FMS.

Við erum búin að breyta útliti reikningsyfirlitsins hjá kaupendum í einkaaðgangi til hins betra.
Búin að bæta við stöðudálki sem sýnir stöðuna á dagsetningu reiknings eða greiðslu.
Skoðið og ef þið hafið spurningar eða athugasemdir þá látið okkur vita.

Nú hefur RSF fengið rekjanleikavottun MSC. Kaupendur geta séð hér hvaða fisktegundir eru vottaðar og úr hvaða veiðarfærum. Auk þess á vottunin einnig við aðra seljendur en skip og báta.
Kaupendur geta séð hvað af fiski sem er á reikningum er með þessa vottun eða ekki í einkaaðgangi á síðu RSF undir “Kaupendur-Reikningar” með því að smella á takkann “MSC”.

RSF is now MSC certified. Buyers can see here what species are certified and from which fishing gear. This applies also for other suppliers than boats that have certification.
Buyers can see which fish on each invoice is certified or not in “My account” on our website under “Buyers-Invoices” by pressing the button “MSC”.