Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
07.01.2025

iTub ehf hefur sett nýtt 460L ECO kar á markaðinn. Nýja karið er endurhönnun á eldra iTub kari sem hefur verið á markaðnum s.l. 15 ár. Nýja karið sem er grátt á litinn vigtar einungis 42 kg, sem gerir það að léttasta 460L kari á markaðnum. Það gengur fullkomlega með gamla góða gula iTub karinu sem er þekkt fyrir styrk og endingu. Gula og gráa karið staflast auðveldlega saman.

Fyrst um sinn verður nýja karið í notkun hjá fáum útvöldum viðskiptavinum iTub ehf en smá saman mun það verða algengara og á endanum taka alveg við af gulu iTub körunum.

Við vigtun á afla á hafnarvog og endurvigtun þarf að gæta að því að frádráttur umbúða (tara) sé réttur, en frádrátturinn er 42 kg á nýja gráa ECO karinu.

Fyrstu 460L ECO körin voru seld gegnum uppboðkerfi RSF í dag, 6. Janúar.

Við viljum biðja notendur, bæði fiskmarkaði og fiskvinnslur, að halda gráu og gulu iTub körunum aðskildum eftir notkun, þ.e. stafla þeim gulu saman og þeim gráu saman.

Einnig viljum við biðja notendur um að velja rétta tegund af iTub kari þegar notkun er skráð í MiND kerfið, þ.e. iTub 460L fyrir gula karið eða iTub 460L ECO fyrir nýja grá karið.

30.12.2024

Breyting hefur verið gerð á gjaldskrá RSF og mun taka gildi 1.janúar 2025.

Gjaldskrárbreytingin kemur til vegna hækkunar á helstu kostnaðarliðum félagsins.

Gjaldskrána má finna hér.

27.12.2024

Kæru viðskiptavinir Frá og með 1. Janúar 2025 mun gjaldskrá Umbúðamiðlunar taka breytingum.

Gjaldskrárbreytingin kemur til vegna hækkunar á helstu kostnaðarliðum félagsins.

Gjaldskrána má finna á heimsíðu félagsins hér.

20.12.2024

Varðar: Breytingar á leigugjöldum

Ágæti viðskiptavinur

Þann 1. Janúar 2025 hækkar kílóagjald á iTUB kerum á fiskmörkuðum í 2,35 kr/kg. Önnur leigugjöld hækka um 6,8% og ýmis þjónustugjöld innanlands hækka um 5- 10%.

Heimfrakt og þvottur erlendis er óbreytt.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 460 5044 eða tölvupóstfangið itub@itub.is

Hækkun þessi er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana og hækkana á gjöldum birgja.

ITUB ehf.

17.12.2024

Opnunartími skrifstofu RSF

Það verður ekkert uppboð 23/12 - 26/12 2024 og 31/12 2023 - 1/1 2024. Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér og fyrsta uppboð á nýju ári verður fimmtudaginn 2/1 2024. Skrifstofa RSF verður lokuð þá daga sem ekkert uppboð er.

Reikningar og afreikningar vegna vikunnar 27. desember - 31. desember verða sendir út 2. janúar klukkan 10:00.

02.12.2024

Reynt verður eftir fremsta megni að koma öllum afla upp á land í dag en Herjólfur fer aðeins eina ferð í dag kl. 15.

Það sem kemst ekki uppá land í dag verður sent á morgun.