Óvíst er með flutning upp á land í dag sökum veðurs.
Frá og með þriðjudeginum 12. ágúst verður ekki lengur boðið upp á löndunarþjónustu á Norðurfirði. Bátar sem landa þar þurfa því að koma fiskinum sjálfir á næsta fiskmarkað. Löndunarþjónusta á Norðurfirði hefst að nýju við upphaf strandveiði vorið 2026.
Virðingarfyllst, Finnur Ólafsson Fiskmarkaði Hólmavíkur
Við vekjum athygli á því að ekkert uppboð verður föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi (1. ágúst) né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 4. ágúst.
Við gerum upp vikuna eins og venjulega klukkan 11:00 föstudaginn 1. ágúst.
Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér
Fiskur sem ekki er klár til afgreiðslu kl. 19:30 á Drangsnesi og 20:00 á Hólmavík fer í bíl suður daginn eftir.
Ekkert uppboð verður hjá RSF annan í hvítasunnu 9. júní og þriðjudaginn 17. júní.
Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér.
Sunnudaginn 25.maí næstkomandi verður síðasta sunnudagsuppboðið þar til í haust.
Sunnudagsuppboðin byrja svo aftur sunnudaginn 7. september 2025.