Skip to main content
Logo
Sunnudagur 19. jan, 19:40

Fréttir og tilkynningar

Fiskur frá Skagaströnd kemst að öllum líkindum ekki suður í dag.

Vegna slæmrar veðurspá má reikna með að tafir verði á flutningi til og frá Snæfellsnesi í kvöld og á morgun.

Eimskip fyrir 6 dögum

Eimskip telur ólíklegt að fiskur frá vestfjörðum komist suður fyrr en á miðvikudaginn vegna ófærðar.

Frá og með áramótum hafa Fiskmarkaður Patreksfjarðar ehf, Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf og Fiskmarkaður Suðurnesja hf sameinast undir nýju nafni FMS hf.
Á Patreksfirði verður áfram yfirmaður/stöðvarstjóri Egill Össurarson.
Á Siglufirði verður áfram yfirmaður/stöðvarstjóri Steingrímur Óli Hákonarson.
Framkvæmdastjóri félagsins verður eftir sem áður Ragnar H. Kristjánsson og aðalskrifstofa að Hafnargötu 8 Suðurnesjabæ.
Allir reikningar/afreikningar verða á nafni nýja félagsins með kt. 530787-1769.
Viðskiptavinir geta snúið sér til aðalskrifstofu FMS hf í síma 422-2400 ef einhverjar spurningar vakna.

Með kærri kveðju,
Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri.

Frá og með 10 janúar 2020 tekur í gildi ný gjaldskrá hjá Fiskmarkaði Norðurlands. Hægt er að skoða nýja gjaldskrá hér: nordfisk.is

Nú um áramótin mun gjaldskrá Umbúðamiðlunar hækka um 2%. Gjaldskrárbreytingin kemur til vegna hækkunar á helstu kostnaðarliðum félagsins.

Gjaldskrána má finna á umb.is

Framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar
Hilmar A. Sigurðsson