Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
07.03.2022

Ágætu viðskiptavinir athugið, frá og með 11. mars tekur í gildi ný verðskrá hjá FMN. Verðskráin er aðgengileg inná heimasíðu FMN.

01.03.2022

Ingigerður Eyglóardóttir hefur tekið við sem útibússtjóri í Þorlákshöfn.

Inga hefur starfað hjá fiskmarkaðnum í Þorlákshöfn frá árinu 2001, fyrst hjá Fiskmarkaði Suðurlands og nú hjá Fiskmarkaði Íslands. Ingigerður hefur starfað við almenn skrifstofustörf samhliða því að vera gæðastjóri fyrirtækisins síðan 2015.

Ingigerður er gift Guðna Birgissyni skipstjóra á Reginn ÁR-228 og eiga þau saman þrjú börn.

Samhliða lætur Vilhjálmur Garðarsson af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf.

31.01.2022

Viðskiptavinir okkar athugið að frá og með 1. febrúar 2022 tekur í gildi ný gjaldskrá hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar og er hún aðgengileg á heimasíðu FMSNB.

28.01.2022

Gjaldskrárbreyting 1. febrúar 2022

Ágæti viðskiptavinur. Þann 1. febrúar hækka leigugjöld iTUB um 5%. Frá sama tíma hækka gjöld fyrir söfnun á körum innanlands og þvotti einnig um 5%.

Önnur gjöld svo sem kg. gjald á fiskmörkuðum er óbreytt.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 839 1475 eða tölvupóstfangið itub@itub.is

12.01.2022

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar á Sauðárkróki hefur ráðið Guðmund Björn Sigurðsson til starfa. Hægt er að ná í hann í síma 4313608 og 8531008 - tölvupóstur gummi@fmsnb.is

16.12.2021

Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráðið Ragnar Smára Guðmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Ragnar er fæddur og uppalinn í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Undanfarin 10 ár hefur hann starfað sem fjármálastjóri hjá flutningafyrirtækinu Ragnar og Ásgeir ehf. Ragnar lauk BS.c gráðu i viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 2010. Ragnar er giftur Guðrúnu Hrönn Hjartardóttir og eiga þau þrjú börn.

Aron Baldursson sem gegnt hefur stöðunni í rúm fimm ár lætur nú af störfum að eigin ósk.