Þann 1. apríl 2021 hækkar gjaldskrá í innanlandsflutningum til og frá Vestmannaeyjum um 6,7%. Gjaldskrárbreytingarnar koma til vegna 25% hækkunar sem rekstraraðila ferjunnar tilkynnti 1.mars. Þessi hækkun varðar flutning á vöruvögnum á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar/Þorlákshafnar.
Fréttir og tilkynningar
Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri RSF hefur látið af stöfum. Honum eru þökkuð störf sín í þágu Reiknistofunnar um árabil og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Tilkynning frá FMSNB:
Viðskiptavinir okkar athugið að frá og með 1. febrúar 2021 tekur í gildi ný gjaldskrá hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar og er hún aðgengileg á heimasíðu FMSNB.
Tilkynning frá Eimskip:
Ágæti viðskiptavinur
Þann 1. Janúar 2021 hækkar gjaldskrá og önnur þjónustugjöld Eimskips Flytjanda í fiskflutningum um 4,9%.
Þessar gjaldskrárbreytingar eru gerðar í tengslum við hækkanir á helstu kostnaðarliðum félagsins.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá viðskiptaþjónustu Eimskips Flytjanda í síma 525-7700.
Viðskiptavinir FMS Siglufirði athugið!
Breyttur opnunartími sem tekur gildi frá og með morgundeginum og til 15.mars.
Mánudagur til Föstudags
8:00 - 17:00
Bátar sem ætla að ná sölu og bílum dagsins verða að koma í land ekki síðar en kl 17:00.
Laugardagar
Lokað
Sunnudagar
13:00 - 16:00
Nánari upplýsingar veitir Steingrímur Óli í síma 899-7807