Skip to main content
Mánudagur 10. ágú, 08:05

Fréttir og tilkynningar

Tilkynning frá Eimskip fyrir 8 mánuðum

Kæri viðskiptavinur.

Áætlunarferðir til og frá Reykjavík falla niður eftir hádegi í dag vegna veðurs, eins og staðan er núna er Reykjanesbrautin opin og Vegagerðin endurskoðar þá ákvörðun kl: 16:00 í dag.

Vegagerðin lokar öllum leiðum frá Reykjavík eftir hádegi og reiknað er með því að lokunin vari fram til hádegis á morgun 11.desember.

Vegna veðurs mun Eimskip loka öllum afgreiðslustöðvum kl 14.00 í dag (10. desember) og búast má við röskun í vörudreifingu og -afhendingu, gámaakstri og annarri þjónustu eftir hádegi í dag.

Það er ljóst að þetta mun einnig hafa áhrif á þjónustu okkar fram eftir degi á morgun.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á heimasíðu okkar www.flytjandi.is og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is

Frá og með deginum í dag (28/11 2019) hefur Fiskmarkaður Suðurnesja lokað starfsstöð sinni í Hafnarfirði.
FMS kann viðskiptavinum bestu þakkir fyrir farsælt samstarf síðustu 32 ár.
Stefnt er á að þjónusta Hafnarfjarðarsvæðið, kaupendur og seljendur eins og hægt er, áfram í gegnum markað FMS í Sandgerði og í samvinnu við hafnaryfirvöld í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veita Ragnar framkvæmdastjóri í s. 824-2400 eða Kristján í s. 824-2406.

Tikynning frá iTub fyrir 9 mánuðum

Tilkynning frá ITub
Smellið á til að lesa.

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin 7. og 8. nóvember nk. í Hörpu.
Þar verður m.a. málstofa um „Mikilvægi fiskmarkaða og hvernig tryggjum við framboð til framtíðar.“
Hún verður í Silfurbergi B á föstudeginum 8. nóvember kl. 10:40.
Dagskrána og fleira má sjá á vefsíðu ráðstefnunnar.

Árétting frá Umbúðamiðlun
Smellið á til að lesa.

Skinney-Þinganes vill koma eftirfarandi á framfæri í sambandi við nýja tegund af kælingu sem þeir hafa tekið í gagnið á Þóri SF-77:

Þórir SF 77 (sk.nr. 2731) hefur nú hafið veiðar eftir uppsetningu á nýju vinnsludekki. Hér eftir er allur fiskur blóðgaður upp úr sjómóttöku og látinn blóðrenna í skilgreindan tíma í 3°C heitum sjó. Síðan er gert að fiski. Fiskur er stærðar og tegundaflokkaður um borð í hitastýrð kælikör (-1,0°C). Þar er fiskur látinn ná 0°C kjarnhita. Þá er fiskur fluttur í kælilest sem haldið er í -1,0°C. Fiskur er ekki ísaður um borð. Fyrir flutning í framhaldi veiðiferðar verður ísað ofan á kör. Afli frá Þóri SF verður merktur á uppboði, kældur án ís

Þetta er eitthvað sem kemur til með að gilda fyrir Steinunni, Þinganes og Skinney þegar að millidekkin verða tilbúin í þeim skipum.