Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
10.06.2025

Frá og með 10.6.2025 til 31.8.2025 mun fiskur frá Grímsey fara í flutning degi eftir uppboð. Fiskur sem kemur í land með ferjunni á Dalvík klukkan 20:00 verður settur í kæligám og fluttur daginn eftir. Hægt er að óska eftir flutningi samdægurs gegn gjaldi með því hafa samband við Konna í síma 842-7834 eða kosv@eimskip.com

03.06.2025

Ekkert uppboð verður hjá RSF annan í hvítasunnu 9. júní og þriðjudaginn 17. júní.

Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér.

20.05.2025

Sunnudaginn 25.maí næstkomandi verður síðasta sunnudagsuppboðið þar til í haust.

Sunnudagsuppboðin byrja svo aftur sunnudaginn 7. september 2025.

11.04.2025

Ekkert uppboð verður frá og með fimmtudeginum 17. apríl 2025 til og með mánudagsins 21. apríl 2025. Fyrsta uppboð eftir páska verður þriðjudaginn 22. apríl 2025. Sjá Uppboðsdagatalið hér

Greiðslur vegna lokunar á fimmtudaginn síðastliðinn, 10. apríl 2025, verða svo greiddar út þriðjudaginn 22. apríl 2025 í stað föstudagsins 18. apríl 2025.

RSF mun loka næstu viku á föstudagsmorgni 18. apríl eins og venjan er.

31.03.2025

Ekki er hægt að fá ís til útflutnings því ísvélin er biluð.

11.03.2025

Bjarni Rúnar Heimisson framkvæmdastjóri RSF hefur látið af störfum.

Almennar fyrirspurnir annast Magnús á skrifstofu RSF, magnus@rsf.is.