Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
13.06.2024

Mánudaginn næsta, þann 17. júní verður ekkert uppboð hjá okkur á Reiknistofunni.

Minnum á að sunnudagsuppboðin snúa svo til baka þann 1. september.

Gleðilega hátíð!

29.04.2024

Við hjá RSF viljum minna á að ekkert uppboð er miðvikudaginn næsta þann 1. maí. Ekkert uppboð verður svo Hvítasunnudaginn 19. maí og á öðrum í Hvítasunnu þann 20. maí.

Síðasta sunnudagsuppboðið fyrir sumarfrí er svo þann 26. maí og snúa sunnudagsuppboðin aftur þann 1. september.

Við minnum á uppboðsdagatalið sem má finna hér: Uppboðsdagatal.

23.04.2024

Ekki verður unnt að senda allan afla upp á land í dag en sá afli sem ekki verður sendur í dag fer á morgun. Einnig er ekki hægt að ísa til útflutnings í dag vegna bilunar í búnaði.

15.04.2024

Fiskur keyptur frá Þórshöfn í dag fer ekki af stað fyrr en í fyrramálið vegna ófærðar.

15.04.2024

Þorskur, ýsa, ufsi, langa, steinbítur, blálanga, keila og karfi sem veidd eru í grásleppunet eru MSC vottuð.

25.03.2024

Ekkert uppboð verður frá og með fimmtudeginum 28. mars 2024 til og með mánudagsins 1. apríl 2024. Fyrsta uppboð eftir páska verður þriðjudaginn 2. apríl 2024. Sjá Uppboðsdagatalið hér

Greiðslur vegna lokunar á fimmtudaginn síðastliðinn, 21. mars 2024, verða svo greiddar út þriðjudaginn 2. apríl 2024 í stað föstudagsins 29. mars 2024.

RSF mun loka næstu viku á föstudagsmorgni 29. mars eins og venjan er en klukkan 10:30.