Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
22.02.2024

Fiskur sem seldur var á FMS Ísafirði í dag kemur ekki suður í kvöld eins og áætlað var vegna ófærðar. Fiski verður dreift eins fljótt og kostur er þegar fiskbílar koma til Reykjavíkur.

02.02.2024

Klukkan 15:00 í dag verður síðan RSF.is lokuð í rúmmlega 2 klukkutíma vegna kerfisuppfærslu. Ef allt gengur upp þá verður ný útgáfa komin í loftið klukkan um 17:00. Notendur mega vera vel vakandi fyrir okkur eftir uppfærslu og láta okkur vita ef eitthvað óeðlilegt er í kerfinu.

10.01.2024

Ragnar og Ásgeir tilkynnir hér með að raskanir geta orðið á flutning í dag 10. janúar vegna slæmrar veðurspáar. Sá fiskur sem er ekki tilbúinn til afgreiðslu seinnipartinn í dag gæti seinkað þar til veður lagast.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ragnarsson, sími 892-1817

29.12.2023

Gjaldskrábreyting hjá FMV.
Aukaísun til útflutnings fer úr 3,25kr/kg í 4kr/kg og tekur gildi 1. janúar 2024

29.12.2023

Kæri viðskiptavinur. Þann 1. janúar 2024 mun gjaldskrá Reiknistofu fiskmarkaða taka breytingum. Gjaldskrárbreytingin kemur til vegna almennra verðlagshækkana og hækkunar á helstu kostnaðarliðum félagsins. Gjaldskrá RSF má finna hér.

29.12.2023

Varðar: Breytingar á leigugjöldum

Ágæti viðskiptavinur

Þann 1. Janúar 2024 hækkar kílóagjald á iTUB kerum á fiskmörkuðum í 2,20 kr/kg. Önnur leigugjöld hækka um 5% og ýmis þjónustugjöld um 5-15%.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 839 1475 eða tölvupóstfangið itub@itub.is

Hækkun þessi er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana og hækkana á gjöldum birgja.

ITUB ehf.