Skip to main content
Logo
Föstudagur 17. jan, 22:45

Fréttir og tilkynningar

Gleðileg jól! fyrir 26 dögum

Ágæti viðskiptavinur.

Á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða er tilkynnt sú breyting að flutningar á tómum fiskikörum séu alfarið á ábyrgð og kostnað leigutaka.
Vegna þessa þá neyðumst við til að gera breytingu á gjaldskrá í samræmi við það.
Því til viðbótar er almenn hækkun á flutningsgjöldum í tengslum við helstu kostnaðarliði félagsins.
Þessar tvær breytingar hafa það í för með sér að frá 1. janúar 2020 hækkar verð í fiskflutningum um 8%.
Lágmarksgjald verður kr. 1.950.- án vsk.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá Viðskiptaþjónustu Eimskips Flytjanda í síma 525-7700

Ragnar og Ásgeir ehf mun að öllu óbreyttu ekki vera með ferðir frá Snæfellsnesi í kvöld og í nótt sökum veðurs og slæmrar verðurspá. Staðan á veðrinu verður metin jafnóðum og nýjar fréttir berast frá veðurstofu íslands og vef vegagerðarinnar.

Við bendum þeim kaupendum sem eiga óslægðan fisk að gera ráðstafanir.

Frekari upplýsingar gefur Ásgeir Þór í síma 860-0722.

Tilkynning frá Eimskip fyrir u.þ.b. 1 mánuði

Kæri viðskiptavinur.

Áætlunarferðir til og frá Reykjavík falla niður eftir hádegi í dag vegna veðurs, eins og staðan er núna er Reykjanesbrautin opin og Vegagerðin endurskoðar þá ákvörðun kl: 16:00 í dag.

Vegagerðin lokar öllum leiðum frá Reykjavík eftir hádegi og reiknað er með því að lokunin vari fram til hádegis á morgun 11.desember.

Vegna veðurs mun Eimskip loka öllum afgreiðslustöðvum kl 14.00 í dag (10. desember) og búast má við röskun í vörudreifingu og -afhendingu, gámaakstri og annarri þjónustu eftir hádegi í dag.

Það er ljóst að þetta mun einnig hafa áhrif á þjónustu okkar fram eftir degi á morgun.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á heimasíðu okkar www.flytjandi.is og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is

Tilkynning: Lokun FMS í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. 2 mánuðum

Frá og með deginum í dag (28/11 2019) hefur Fiskmarkaður Suðurnesja lokað starfsstöð sinni í Hafnarfirði.
FMS kann viðskiptavinum bestu þakkir fyrir farsælt samstarf síðustu 32 ár.
Stefnt er á að þjónusta Hafnarfjarðarsvæðið, kaupendur og seljendur eins og hægt er, áfram í gegnum markað FMS í Sandgerði og í samvinnu við hafnaryfirvöld í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veita Ragnar framkvæmdastjóri í s. 824-2400 eða Kristján í s. 824-2406.

Tikynning frá iTub fyrir 2 mánuðum

Tilkynning frá ITub
Smellið á til að lesa.