Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
07.05.2021

Þessa dagana eru mýmargir nýjir aðilar að hefja strandveiði og við viljum benda þeim að koma upplýsingum um sig til markaðsins sem þeir selja á eða RSF. Kerfi markaðanna er ekki beintengt við Fiskistofu og sú skrá er að auki ekki alveg 100% marktæk.

Auk þess eru ekki allar upplýsingar sem við þurfum þar t.d. innleggsreikningar sem er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa til að geta greitt seljendum. Fyrir utan þessar augljósu upplýsingar sem þarf að hafa, skipsnr., nafn báts, nafn fyrirtækis, kennitala, VSK nr. og svo frv. er gott að hafa t.d. tengiliði, símanúmer, og netföng.

03.05.2021

Tilkynning frá Fiskmarkaði Vestmanneyja:

Viðskiptavinir okkar athugið að frá og með 1. maí 2021 breytist gjaldskrá okkar hjá Fiskmarkaði Vestmanneyja og er hún aðgengileg hér Gjaldskrá.

31.03.2021

Þann 1. apríl 2021 hækkar gjaldskrá í innanlandsflutningum til og frá Vestmannaeyjum um 6,7%. Gjaldskrárbreytingarnar koma til vegna 25% hækkunar sem rekstraraðila ferjunnar tilkynnti 1.mars. Þessi hækkun varðar flutning á vöruvögnum á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar/Þorlákshafnar.

09.03.2021

Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri RSF hefur látið af stöfum. Honum eru þökkuð störf sín í þágu Reiknistofunnar um árabil og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

28.01.2021

TILKYNNING FRÁ iTUB ehf.
Varðar: hækkun á erlendum gjöldum

Ágæti viðskiptavinur

Frá og með 1.febrúar 2021 mun þvottagjald á kerum sem notuð eru undir fisk í útflutningi og gjald fyrir heimflutning á tómum kerum frá skilastöðvum erlendis hækka skv neðangreindu:

Þvottagjald erlendis - verður 950 ISK án/VSK per ker
Heimflutningur frá skilastöðum erlendis – verður 1400 ISK án/VSK per ker
Heimflutningur kera sem flutt eru til Bretlands með Eimskip ber aukagjald sem nemur 400 ISK.
Ennfremur hækkar grunngjald leigu fyrir útflutt ker um 5%.
Hækkun þessi er tilkomin vegna gengisþróunar krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum og almennra verðlagshækkana.

Sem fyrr er útflytjandi/leigutaki ábyrgur fyrir skilum á kerum á viðtökustað erlendis. Við skil eru tóm ker skráð af reikningi viðkomandi notanda og þvegin & sótthreinsuð eftir stöðlum, til að tryggja það að hrein ker berist notendum á Íslandi.

Skilastöðvar iTUB erlendis:
BoxPal Limited, Upperton Industrial Est. AB42 3GL Peterhead, Skotland
PPS East Ltd, Estate Road 2, DN31 2TG Grimsby, England
Centre de Lavage, Rue de Petit Port, 62480 Boulogne-sur-Mer, Frakkland
Visveiling URK BV, Westwal 2, 8321 WG Urk, Holland
ODIN IFK Depot, Lengstrasse 7 Halle X, 27572 Bremerhaven, Þýskaland
Hanstholm Fiskeriforening, Auktionsgade 5, 7730 Hanstholm, Danmörk

Nánari upplýsingar s: 460 5044 - itub@itub.is

19.01.2021

Tilkynning frá FMSNB:

Viðskiptavinir okkar athugið að frá og með 1. febrúar 2021 tekur í gildi ný gjaldskrá hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar og er hún aðgengileg á heimasíðu FMSNB.