Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
27.09.2022

Föstudaginn síðastliðin tók RSF í notkun nýtt merki og útlit á heimasíðu sinni. Móttökurnar hafa verið góðar en betur má ef duga skal. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband við okkur í síma eða tölvupósti ef eitthvað má betur fara eða er ekki eins og það var. Við munum gera okkar besta að kippa því liðinn.

RSF tók þátt í sjávarútvegssýningunni í síðustu viku og tók á mót fjölmörgum kaupendum, seljendum og fiskmörkuðum. Takk fyrir komuna á básinn okkar.

20.09.2022

Nýtt merki RSF verður tekið í notkun frá og með föstudeginum 23.september næstkomandi, klukkan 16:00, ásamt nýju útliti á heimasíðunni RSF.is. Við horfum til framtíðar björtum augum. Nýtt og nútímavætt merki ásamt nýrri heimasíðu er bara byrjunin.

Hægt er að prófa nýja síðu RSF hér – hér eru raungögn, allar breytingar sem gerðar eru hér á aðgöngum verða á rsf.is líka. Prufu gæti verið óstabíl fram á föstudag vegna breytinga.

20.09.2022

RSF verður svo með bás á Sjávarútvegur/The Iceland Fishing Expo 2022 ráðstefnunni, sem hefst 21.september og stendur til föstudagsins 23.september. Við tökum vel á móti ykkur á básinn, sem staðsettur verður í B6.

Sjáumst í Laugardalshöll!

31.08.2022

Sunnudagsuppboðin byrja aftur næstkomandi sunnudag, 4.september 2022 og hefst það kl. 13:00.

Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér.

30.08.2022

Gjaldskrárbreyting 1.september 2022.

Ágæti viðskiptavinur.
Frá og með 1.september hækka leigugjöld iTUB um 5%. Frá sama tíma hækka gjöld fyrir söfnun á körum innanlands og þvotti einnig um 5%.

Önnur gjöld, svo sem kg. gjald á fiskmörkuðum hækka líka um 5%. Nýtt gjald á fiskmörkuðum tekur hins vegar gildi frá og með 2.september.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 839 1475 eða tölvupóstfangið itub@itub.is.

25.07.2022

Við vekjum athygli á því að það verður ekkert uppboð föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi (29.júlí 2022) né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1.ágúst 2022.

Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér