Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
10.03.2023

Reiknistofa fiskmarkaða hefur flutt skrifstofu sína í nýtt húsnæði sem er að:

Suðurhrauni 10
210 Garðabær

RSF deilir nú skrifstofuhúsnæði í sameiginlegu skrifstofuhúsnæði REGUS.

RSF kveður nú skrifstofuhúsnæði sitt á Iðavöllum í Reykjanesbæ og fagna um leið nýrra tíma.

06.03.2023

iTUB ehf. (iTUB) og Fiskmarkaður Norðurlands (FMN) hafa gert með sér samkomulag um að iTUB sjái fiskmarkaðnum fyrir kerum fyrir landaðan afla sem lagður er upp til fiskmarkaðarins á nýrri starfsstöð FMN í Hafnarfirði.

FMN mun jafnframt sjá um umsýslu kera á Suðvesturhorni landsins fyrir hönd iTUB og verður FMN í Hafnarfirði þannig aðal þjónustustöð iTUB á Suðvesturhorninu.

iTUB mun frá og með 10 mars n.k. þjóna vaxandi hópi viðskiptavina út frá þjónustustöðinni í Hafnarfirði og munu notendur iTUB kera geta skilað kerum inn til FMN og fengið þar ker afhent skv. leigusamningum viðskiptavina.

01.03.2023

Varðar: Breytingar á erlendum og innlendum gjöldum

Ágæti viðskiptavinur,

Frá og með 1. mars 2023 mun þvottagjald á kerum sem notuð eru undir fisk í útflutningi, gjald fyrir heimflutning á tómum kerum frá skilastöðvum erlendis, þvottagjald innanlands og söfnunargjald fyrir kör sem sótt eru til viðskiptavina taka eftirfarandi breytingum:

Þvottagjald erlendis – verður 6,4 – 7,2 EUR án/VSK per ker
Heimflutningur frá skilastöðum erlendis – verður 1550 ISK án/VSK per ker Söfnunargjald innanlands – verður 480 ISK án/VSK per ker
Þvottagjald innanlands – verður 880 ISK án/VSK per ker

Heimflutningur kera sem flutt eru til Bretlands með Eimskip ber aukagjald sem nemur 420 ISK án/VSK.


Hækkun þessi er tilkomin vegna gengisþróunar krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum, almennra verðlagshækkana og hækkunar hjá þvottastöðvum í Evrópu.

27.02.2023

Fiskmarkaður Norðurlands FMN hefur opnað útibú í nýju og glæsilegu húsnæði á Hafnargötu 1 í Hafnarfirði þar sem boðið verður upp á almenna fiskmarkaðsþjónustu og ísframleiðslu. Hafnargata er á tanganum sem liggur út frá Suðurgarði (beint fyrir neðan eldri Fjarðarfrost geymsluna).

14.02.2023

Ragnar og Ásgeir tilkynnir hér með að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sá fiskur sem er tilbúinn fyrir miðnætti muni fara í dreifingu næsta morgun. En sá fiskur sem er ekki tilbúinn fyrir miðnætti gæti seinkað.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ragnarsson, sími 892-1817

31.01.2023

Frá og með deginum í dag, 31.janúar 2023 mun SNAP heyra sögunni til og við innleiðum Flýtiboð á uppboði dagsins.

Flýtiboð virkar þannig að þegar kaupandi ýtir á kaupa takkann horfum við á það sem svo að vilyrði sé fyrir kaupum og það skuldbindur kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann ýtir á ef hann er ekki keyptur á hærra verði. Klukkan hoppar upp eins og áður en kaupandinn sem ýtti mun vera með tilboð inni – nánar um flýtiboð og ástæðu breytinganna hér.