Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
28.01.2022

Gjaldskrárbreyting 1. febrúar 2022

Ágæti viðskiptavinur. Þann 1. febrúar hækka leigugjöld iTUB um 5%. Frá sama tíma hækka gjöld fyrir söfnun á körum innanlands og þvotti einnig um 5%.

Önnur gjöld svo sem kg. gjald á fiskmörkuðum er óbreytt.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 839 1475 eða tölvupóstfangið itub@itub.is

12.01.2022

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar á Sauðárkróki hefur ráðið Guðmund Björn Sigurðsson til starfa. Hægt er að ná í hann í síma 4313608 og 8531008 - tölvupóstur gummi@fmsnb.is

16.12.2021

Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráðið Ragnar Smára Guðmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Ragnar er fæddur og uppalinn í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Undanfarin 10 ár hefur hann starfað sem fjármálastjóri hjá flutningafyrirtækinu Ragnar og Ásgeir ehf. Ragnar lauk BS.c gráðu i viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 2010. Ragnar er giftur Guðrúnu Hrönn Hjartardóttir og eiga þau þrjú börn.

Aron Baldursson sem gegnt hefur stöðunni í rúm fimm ár lætur nú af störfum að eigin ósk.

22.10.2021

Fyrr í dag fékk RSF lagt lögbann á starfsemi NRS ehf., á grundvelli þess að kerfi NRS og starfsemi þess að öðru leyti brjóti gegn samningsbundnum og lagalegum rétti RSF.

RSF harmar að hafa þurft að fara út í slíka aðgerð, en meint brot NRS og tengdra aðila eru með þeim hætti, að RSF átti ekki annarra kosta völ. Benda skal á að sýslumaður samþykkir ekki slíka aðgerð nema ríkar ástæður séu fyrir hendi.

Einnig er rétt að ítreka að NRS og starfsemi þess tengist ekki RSF með neinum hætti.

RSF mun með ánægju svara öllum spurningum, sem kunna að vakna í tengslum við þetta mál.

Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdastjóri RSF.

18.10.2021

Kæru viðskiptavinir Fiskmarkaðs Íslands á Sauðárkróki.

Því miður þurfum við að tilkynna ykkur, að frá og með 25.október næstkomandi verður ekki hægt að fá þjónustu frá Fiskmarkaði Íslands á Sauðárkróki.

Fiskmarkaður Íslands harmar þessa niðurstöðu og þakkar viðskiptavinum félagsins á Sauðárkróki fyrir stuðninginn frá því að starfstöðin var opnuð.

Guðmundur Björn (Gummi) mun starfa fyrir fyrirtækið á Skagaströnd. Vel verður tekið á móti öllum fiski til þjónustu á Skagaströnd líkt og á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins sem fyrr.

Kv,

Aron Baldursson

Framkvæmdastjóri

01.09.2021

Þann 3. september n.k. tekur gildi breyting á kaupendagjaldi sem verið hefur 1,5 kr/kg, verður 0,75% af aflaverðmætum.