Skip to main content
RSF

SNAP verður Flýtiboð

Skrifað Föstudaginn 9. desember 2022, kl. 11:00

Á þessu ári hefur RSF fengið fjölmargar ábendingar og athugasemdir um misnotkun á svokölluðu „SNAP“ sem er innbyggt í kerfi RSF sem virkar þannig að ef kaupandi ýtir of snemma á kaupa takkann að mati kerfisins er boðið ekki virt og byrjunarverð því hækkað og byrjað að telja aftur niður – nánar um „snappið“ hér og umræðuna sem hefur verið í gegnum tíðina. Möguleiki á misnotkun á þessari virkni hefur verið til staðar í kerfinu of lengi.

Það er því ekki nýtt að nálinni að óskað sé eftir breytingum á þessu til þess að koma í veg fyrir misnotkun. Þegar kaupandi ýtir á kaupa takkann horfum við á það sem svo að vilyrði sé fyrir kaupum og því ætlum við að taka út þessa virkni um „snap“ og bæta við virkni um „Flýtiboð“ sem virkar eins og „snappið“ nema að það skuldbindur kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann ýtir á ef hann er ekki keyptur á hærra verð. Þetta munum við kalla flýtiboð og því mun „snappið“ heyra sögunni til.

Þetta mun vera innleitt í kerfi RSF á næstu vikum. Við munum vera með prufuuppboð vegna þess fljótlega og hvetjum við áhugasama kaupendur að vera í sambandi við okkur ef þeir hafa spurningar eða vilja vera með í uppboðinu.