Skip to main content
RSF

Viðbótartilkynning frá RSF vegna dóms í lögbannsmáli RSF gegn NRS ehf.

Skrifað Fimmtudaginn 29. september 2022, kl. 12:52

Samkvæmt tilkynningu RSF þann 11.07.2022 var upplýst um niðurstöðu í dómsmáli sem RSF höfðaði gegn NRS vegna ólögmætrar eftirgerðar (kópíeringar) á uppboðskerfi RSF. Með dóminum var lagt bann við notkun NRS á kerfi sínu þar sem það væri allt að 98% eftirgerð (kópíering) á kerfi RSF en ekki sjálfstætt eða nýtt kerfi. Áfrýjunarfrestur til Landsréttar er liðinn og því er ljóst að dóminum verður ekki breytt heldur stendur hann óhaggaður og þar með lögbannið sem bannar NRS að halda uppboð í því kerfi RSF sem stolið var og kópíerað og ætlað til notkunar í samkeppni við RSF. Ljóst er að RSF telur samkeppni á öllum sviðum atvinnulífs af hinu góða en samkeppni þarf að verða sanngjörn og getur ekki byggst á því að menn taki eignir annara og nýti í starfsemi sinni og brjóti lög í þeim tilgangi að skapa sér stöðu á markaði.