Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
22.10.2021

Fyrr í dag fékk RSF lagt lögbann á starfsemi NRS ehf., á grundvelli þess að kerfi NRS og starfsemi þess að öðru leyti brjóti gegn samningsbundnum og lagalegum rétti RSF.

RSF harmar að hafa þurft að fara út í slíka aðgerð, en meint brot NRS og tengdra aðila eru með þeim hætti, að RSF átti ekki annarra kosta völ. Benda skal á að sýslumaður samþykkir ekki slíka aðgerð nema ríkar ástæður séu fyrir hendi.

Einnig er rétt að ítreka að NRS og starfsemi þess tengist ekki RSF með neinum hætti.

RSF mun með ánægju svara öllum spurningum, sem kunna að vakna í tengslum við þetta mál.

Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdastjóri RSF.

18.10.2021

Kæru viðskiptavinir Fiskmarkaðs Íslands á Sauðárkróki.

Því miður þurfum við að tilkynna ykkur, að frá og með 25.október næstkomandi verður ekki hægt að fá þjónustu frá Fiskmarkaði Íslands á Sauðárkróki.

Fiskmarkaður Íslands harmar þessa niðurstöðu og þakkar viðskiptavinum félagsins á Sauðárkróki fyrir stuðninginn frá því að starfstöðin var opnuð.

Guðmundur Björn (Gummi) mun starfa fyrir fyrirtækið á Skagaströnd. Vel verður tekið á móti öllum fiski til þjónustu á Skagaströnd líkt og á öðrum starfstöðvum fyrirtækisins sem fyrr.

Kv,

Aron Baldursson

Framkvæmdastjóri

01.09.2021

Þann 3. september n.k. tekur gildi breyting á kaupendagjaldi sem verið hefur 1,5 kr/kg, verður 0,75% af aflaverðmætum.

10.08.2021

Bjarni Rúnar Heimisson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða.

Bjarni kemur til RSF frá Niceland Seafood þar sem hann hefur haft umsjón með útflutningi og almennri verkefnastjórn frá 2018. Hann hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi og starfaði á fiskmarkaðnum á Ísafirði um tíma. Bjarni er menntaður í bæði tölvunarfræði og tölvuverkfræði og hefur meðal annars unnið ítarlega greiningu á uppboðskerfum á fiski.

Bjarni hefur störf hjá RSF þann 1. september n.k.

24.06.2021

Ágæti viðskiptavinur Þann 1. Júlí 2021 hækkar gjaldskrá og önnur þjónustugjöld Eimskips Flytjanda í fiskflutningum um 2,9%. Þessar gjaldskrárbreytingar eru gerðar í tengslum við hækkanir á helstu kostnaðarliðum félagsins. Nánari upplýsingar: Pálmar Viggósson sölustjóri innanlandsflutninga pvs@eimskip.is S: 825-7748

21.06.2021

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður ekki hægt að fá þjónustu við slægingu á fiski hjá Fiskmarkaði Íslands á tímabilinu 1. júlí 2021 – 31. ágúst 2021. Flokkun verður áfram með hefðbundnu sniði.

Because of summer vacations Fiskmarkaður Íslands can not service gutting on the time period 1st of July to 31st of August 2021. Grading of fish will be in place.