Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
10.08.2021

Bjarni Rúnar Heimisson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða.

Bjarni kemur til RSF frá Niceland Seafood þar sem hann hefur haft umsjón með útflutningi og almennri verkefnastjórn frá 2018. Hann hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi og starfaði á fiskmarkaðnum á Ísafirði um tíma. Bjarni er menntaður í bæði tölvunarfræði og tölvuverkfræði og hefur meðal annars unnið ítarlega greiningu á uppboðskerfum á fiski.

Bjarni hefur störf hjá RSF þann 1. september n.k.

24.06.2021

Ágæti viðskiptavinur Þann 1. Júlí 2021 hækkar gjaldskrá og önnur þjónustugjöld Eimskips Flytjanda í fiskflutningum um 2,9%. Þessar gjaldskrárbreytingar eru gerðar í tengslum við hækkanir á helstu kostnaðarliðum félagsins. Nánari upplýsingar: Pálmar Viggósson sölustjóri innanlandsflutninga pvs@eimskip.is S: 825-7748

21.06.2021

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður ekki hægt að fá þjónustu við slægingu á fiski hjá Fiskmarkaði Íslands á tímabilinu 1. júlí 2021 – 31. ágúst 2021. Flokkun verður áfram með hefðbundnu sniði.

Because of summer vacations Fiskmarkaður Íslands can not service gutting on the time period 1st of July to 31st of August 2021. Grading of fish will be in place.

18.06.2021

Eftir áratuga örugga og góða þjónustu hafa eigendur Nönnu ehf. ákveðið að hætta rekstri 31. júlí n.k. Eimskip mun á sama tíma taka við keflinu af Nönnu er varðar flutninga á fiski til og frá sunnanverðum Vestfjörðum. Eimskip mun leggja höfuðáherslu á að viðhalda áreiðanlegri þjónustu á svæðinu og sinna dreifingu út frá kæligeymslu Eimskip í Sundakæli. Fiskflutningar eru mjög mikilvægur hluti af öflugu flutningakerfi Eimskips. Eimskip er með svæðisskrifstofur víða um land auk þess að vera með þéttofið net öflugra samstarfsaðila um allt land til að tryggja bestu þjónustu sem völ er á.

Nánari upplýsingar: Pálmar Viggósson sölustjóri innanlandsflutninga pvs@eimskip.is S: 825-7748

07.05.2021

Þessa dagana eru mýmargir nýjir aðilar að hefja strandveiði og við viljum benda þeim að koma upplýsingum um sig til markaðsins sem þeir selja á eða RSF. Kerfi markaðanna er ekki beintengt við Fiskistofu og sú skrá er að auki ekki alveg 100% marktæk.

Auk þess eru ekki allar upplýsingar sem við þurfum þar t.d. innleggsreikningar sem er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa til að geta greitt seljendum. Fyrir utan þessar augljósu upplýsingar sem þarf að hafa, skipsnr., nafn báts, nafn fyrirtækis, kennitala, VSK nr. og svo frv. er gott að hafa t.d. tengiliði, símanúmer, og netföng.

03.05.2021

Tilkynning frá Fiskmarkaði Vestmanneyja:

Viðskiptavinir okkar athugið að frá og með 1. maí 2021 breytist gjaldskrá okkar hjá Fiskmarkaði Vestmanneyja og er hún aðgengileg hér Gjaldskrá.