Skip to main content
RSF

Tilkynning frá RSF

Skrifað Mánudaginn 11. júlí 2022, kl. 13:39

Í dag var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjanes, dómur í lögbannsmáli sem RSF höfðaði þann 04.11.2021 gegn NRS ehf. til staðfestingar á lögbanni sem RSF fékk lagt á starfsemi NRS þann 22.10.2021. Krafa um lögbann byggðist á því að „nýtt“ uppboðskerfi NRS væri ólögmæt eftirgerð (kópíering) á uppboðskerfi RSF sem RSF hefur þróað fyrir umtalsverðar fjárhæðir undanfarna áratugi og nýtir í starfsemi sinni en í kerfinu felast viðskiptaleyndarmál í eigu RSF.

Héraðsdómur Reykjanes staðfesti með dómi sínum í dag, lögbannið sem lagt var á starfsemi NRS á þeim grundvelli að kerfið hefði verið kópíerað og með því, brotið gegn höfundar og eignarrétti RSF að kerfinu og viðskiptarleyndarmálum í eigu RSF. Meginkrafa RSF náði þannig fram að ganga eða stöðvað yrði að NRS bryti í starfsemi sinni gegn lögvörðum réttindum RSF með því að nýta eignir RSF án heimildar.

Fyrir liggur að lögbannskrafa RSF beindist líka að tveimur fyrrverandi starfsmönnum RSF sem nú starfa hjá NRS en lögbann var ekki staðfest hvað þá einstaklinga varðar. Ástæða þess varðaði ekki efnisatriði málsins, heldur að talið var þegar dómurinn var kveðinn upp að lokið væri þeim tíma sem samkvæmt ráðningar og starfslokasamningum var lofað að starfa ekki í samkeppni við RSF.