Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
02.12.2020

Áætlunarferðir til og frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi falla niður í dag vegna veðurs.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á heimasíðu okkar Flytjandi og varðandi almennar lokanir á Vegagerðinni

25.11.2020

Ragnar og Ásgeir ehf mun að öllu óbreyttu ekki vera með ferðir frá Snæfellsnesi í kvöld og í nótt sökum veðurs og slæmrar verðurspá. Staðan á veðrinu verður metin jafnóðum og nýjar fréttir berast frá veðurstofu íslands og vef vegagerðarinnar.

Við bendum þeim kaupendum sem eiga óslægðan fisk að gera ráðstafanir. Sá fiskur sem er klár inni á gólfi markaðanna verður fluttur kl. 14:00

Frekari upplýsingar gefur Ásgeir í síma 892-1817

06.11.2020

FMS hf. hefur sett í loftið nýja vefsíðu. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og starfsstöðvar. Síðuna má finna á FMS.is

18.09.2020

Nú þegar sunnudagsuppboðin eru komin af stað vill RSF minna á að hægt er að skoða hvenær uppboð eru og hvenær ekki á uppboðsdagatalinu á síðunni okkar.
Það er hér

16.06.2020

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður ekki hægt að fá þjónustu við slægingu á fiski hjá Fiskmarkaði Íslands á tímabilinu 1. júlí 2020 – 31. ágúst 2020.
Flokkun verður áfram með hefðbundnu sniði.

Because of summer vacations Fiskmarkaður Íslands can not service gutting on the time period 1th of July to 31st of August 2020.
Grading of fish will be in place.

08.05.2020

Þessa dagana eru mýmargir nýjir aðilar að hefja strandveiði og við viljum benda þeim að koma upplýsingum um sig til markaðsins sem þeir selja á eða RSF.
Kerfi markaðanna er ekki beintengt við Fiskistofu og sú skrá er að auki ekki alveg 100% marktæk.
Auk þess eru ekki allar upplýsingar sem við þurfum þar t.d. innleggsreikningar sem er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa til að geta greitt seljendum.
Fyrir utan þessar augljósu upplýsingar sem þarf að hafa, skipsnr., nafn báts, nafn fyrirtækis, kennitala, VSK nr. og svo frv. er gott að hafa t.d. tengiliði, símanúmer, og netföng