Skip to main content
RSF

Tilkynning frá Fiskmarkaði Íslands

Skrifað Þriðjudaginn 1. mars 2022, kl. 15:00

Ingigerður Eyglóardóttir hefur tekið við sem útibússtjóri í Þorlákshöfn.

Inga hefur starfað hjá fiskmarkaðnum í Þorlákshöfn frá árinu 2001, fyrst hjá Fiskmarkaði Suðurlands og nú hjá Fiskmarkaði Íslands. Ingigerður hefur starfað við almenn skrifstofustörf samhliða því að vera gæðastjóri fyrirtækisins síðan 2015.

Ingigerður er gift Guðna Birgissyni skipstjóra á Reginn ÁR-228 og eiga þau saman þrjú börn.

Samhliða lætur Vilhjálmur Garðarsson af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf.