Skip to main content
RSF

Tilkynning frá RSF vegna söluröðunar á uppboði

Skrifað Þriðjudaginn 15. mars 2022, kl. 15:16

Vegna fjölda ábendinga frá kaupendum og seljendum hefur RSF ákveðið að gera breytingar á söluröðun í uppboði. Afurðir munu vera boðnar upp sér en ekki á milli hverrar tegundar fyrir sig. Byrjað verður að bjóða upp afurðir strax á eftir Lúðu og í sömu röð og heili fiskurinn er boðinn upp í.

Með afurðum er átt við flök, hnakka, gellur, kinnar, ásamt laxfiskum. Vonandi mun þessi nýjung bæta uppboðið og ýta undir aukna og skilvirkari afurðasölu.

Einnig eru aðrar breytingar á aukaafurðum og aukategundum sem koma á eftir afurðum í lok uppboðsins.

Breytt söluröðun mun koma fram á uppboðinu miðvikudaginn 16.mars 2022.

Allar ábendingar um hvað mætti betur fara eru vel þegnar á rsf@rsf.is