Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
29.11.2019

Frá og með deginum í dag (28/11 2019) hefur Fiskmarkaður Suðurnesja lokað starfsstöð sinni í Hafnarfirði.
FMS kann viðskiptavinum bestu þakkir fyrir farsælt samstarf síðustu 32 ár.
Stefnt er á að þjónusta Hafnarfjarðarsvæðið, kaupendur og seljendur eins og hægt er, áfram í gegnum markað FMS í Sandgerði og í samvinnu við hafnaryfirvöld í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veita Ragnar framkvæmdastjóri í s. 824-2400 eða Kristján í s. 824-2406.

15.11.2019

Tilkynning frá ITub
Smellið á til að lesa.

06.11.2019

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin 7. og 8. nóvember nk. í Hörpu.
Þar verður m.a. málstofa um „Mikilvægi fiskmarkaða og hvernig tryggjum við framboð til framtíðar.“
Hún verður í Silfurbergi B á föstudeginum 8. nóvember kl. 10:40.
Dagskrána og fleira má sjá á vefsíðu ráðstefnunnar.

01.11.2019

Árétting frá Umbúðamiðlun
Smellið á til að lesa.

31.10.2019

Skinney-Þinganes vill koma eftirfarandi á framfæri í sambandi við nýja tegund af kælingu sem þeir hafa tekið í gagnið á Þóri SF-77:

Þórir SF 77 (sk.nr. 2731) hefur nú hafið veiðar eftir uppsetningu á nýju vinnsludekki. Hér eftir er allur fiskur blóðgaður upp úr sjómóttöku og látinn blóðrenna í skilgreindan tíma í 3°C heitum sjó. Síðan er gert að fiski. Fiskur er stærðar og tegundaflokkaður um borð í hitastýrð kælikör (-1,0°C). Þar er fiskur látinn ná 0°C kjarnhita. Þá er fiskur fluttur í kælilest sem haldið er í -1,0°C. Fiskur er ekki ísaður um borð. Fyrir flutning í framhaldi veiðiferðar verður ísað ofan á kör. Afli frá Þóri SF verður merktur á uppboði, kældur án ís

Þetta er eitthvað sem kemur til með að gilda fyrir Steinunni, Þinganes og Skinney þegar að millidekkin verða tilbúin í þeim skipum.

18.07.2019

Fiskflök ehf mun ekki taka við fiski í slægingu fyrr en eftir 1. september 2019