Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
15.11.2019

Tilkynning frá ITub
Smellið á til að lesa.

06.11.2019

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin 7. og 8. nóvember nk. í Hörpu.
Þar verður m.a. málstofa um „Mikilvægi fiskmarkaða og hvernig tryggjum við framboð til framtíðar.“
Hún verður í Silfurbergi B á föstudeginum 8. nóvember kl. 10:40.
Dagskrána og fleira má sjá á vefsíðu ráðstefnunnar.

01.11.2019

Árétting frá Umbúðamiðlun
Smellið á til að lesa.

31.10.2019

Skinney-Þinganes vill koma eftirfarandi á framfæri í sambandi við nýja tegund af kælingu sem þeir hafa tekið í gagnið á Þóri SF-77:

Þórir SF 77 (sk.nr. 2731) hefur nú hafið veiðar eftir uppsetningu á nýju vinnsludekki. Hér eftir er allur fiskur blóðgaður upp úr sjómóttöku og látinn blóðrenna í skilgreindan tíma í 3°C heitum sjó. Síðan er gert að fiski. Fiskur er stærðar og tegundaflokkaður um borð í hitastýrð kælikör (-1,0°C). Þar er fiskur látinn ná 0°C kjarnhita. Þá er fiskur fluttur í kælilest sem haldið er í -1,0°C. Fiskur er ekki ísaður um borð. Fyrir flutning í framhaldi veiðiferðar verður ísað ofan á kör. Afli frá Þóri SF verður merktur á uppboði, kældur án ís

Þetta er eitthvað sem kemur til með að gilda fyrir Steinunni, Þinganes og Skinney þegar að millidekkin verða tilbúin í þeim skipum.

18.07.2019

Fiskflök ehf mun ekki taka við fiski í slægingu fyrr en eftir 1. september 2019

10.07.2019

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður ekki hægt að fá þjónustu við slægingu á fiski hjá Fiskmarkaði Íslands á tímabilinu 15. júlí 2019 – 31. ágúst 2019.
Flokkun verður áfram með hefðbundnu sniði.

Because of summer vacations Fiskmarkaður Íslands can not service gutting on the time period 15th of July to 31st of August 2019.
Grading of fish will be in place.