Skip to main content
RSF

Tilkynning frá iTUB ehf.

Skrifað Fimmtudaginn 28. janúar 2021, kl. 12:23

TILKYNNING FRÁ iTUB ehf.
Varðar: hækkun á erlendum gjöldum

Ágæti viðskiptavinur

Frá og með 1.febrúar 2021 mun þvottagjald á kerum sem notuð eru undir fisk í útflutningi og gjald fyrir heimflutning á tómum kerum frá skilastöðvum erlendis hækka skv neðangreindu:

Þvottagjald erlendis - verður 950 ISK án/VSK per ker
Heimflutningur frá skilastöðum erlendis – verður 1400 ISK án/VSK per ker
Heimflutningur kera sem flutt eru til Bretlands með Eimskip ber aukagjald sem nemur 400 ISK.
Ennfremur hækkar grunngjald leigu fyrir útflutt ker um 5%.
Hækkun þessi er tilkomin vegna gengisþróunar krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum og almennra verðlagshækkana.

Sem fyrr er útflytjandi/leigutaki ábyrgur fyrir skilum á kerum á viðtökustað erlendis. Við skil eru tóm ker skráð af reikningi viðkomandi notanda og þvegin & sótthreinsuð eftir stöðlum, til að tryggja það að hrein ker berist notendum á Íslandi.

Skilastöðvar iTUB erlendis:
BoxPal Limited, Upperton Industrial Est. AB42 3GL Peterhead, Skotland
PPS East Ltd, Estate Road 2, DN31 2TG Grimsby, England
Centre de Lavage, Rue de Petit Port, 62480 Boulogne-sur-Mer, Frakkland
Visveiling URK BV, Westwal 2, 8321 WG Urk, Holland
ODIN IFK Depot, Lengstrasse 7 Halle X, 27572 Bremerhaven, Þýskaland
Hanstholm Fiskeriforening, Auktionsgade 5, 7730 Hanstholm, Danmörk

Nánari upplýsingar s: 460 5044 - itub@itub.is