Skip to main content
Logo
Föstudagur 15. nóv, 09:38

Fréttir og tilkynningar

Á morgun föstudaginn 10/11 verður tölvubúnaðaður RSF fluttur til Thor Datacenter í Hafnarfirði.
Flutningurinn mun taka stutta stund en á sama tíma munum við skipta um IP tölur á heimasíðunni og öðrum kerfum.
Þegar skipt er um IP tölur á lénum getur það tekið upp í sólarhring að uppfærast hjá öllum og því getur verið að erfitt sé að komast inn á vefsíðu RSF á meðan að breytingin er að síast út í gegnum internetið.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Helgaruppboð á sunnudögum fyrir u.þ.b. 2 árum

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sunnudögum kl. 13:00 fram að áramótum, en hafa ekkert uppboð á laugardögum.
Við munum síðan í kringum áramótin kanna hjá viðskiptavinum markaðanna hver afstaða þeirra er gagnvart þessu að fenginni reynslu.
Fyrsta sunnudagsuppboðið verður 29. október nk.

MSC á stæðulista fyrir u.þ.b. 2 árum

Við höfum merkt þær stæður á stæðulistanum sem eru með MSC vottaðar. Stefnum á að gera þetta víðar á síðunni fljótlega t.d. á fiskkaupalistanum og klukkunni.

Vegna vinnu við vélbúnað verður kerfi RSF niðri föstudagskvöldið 13. október nk. frá kl. 23:00 til 04:00.
Vefsíða RSF verður þess vegna ekki aðgengileg á þessum tíma.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Breyting á gjaldskrá RSF fyrir u.þ.b. 2 árum

Þjónustugjald RSF við kaupendur mun breytast í kr. 9.000 á mánuði frá og með október 2017.

Þjónustugjaldið innifelur aðgang að uppboði og vefsíðu, lágmarks tölvuþjónustu og fleira.

Tilkynning frá Eimskip fyrir u.þ.b. 2 árum

Vinsamlegast athugið breyttan brottfarartíma á Austurlandi á meðan þjóðvegur 1 er lokaður við Höfn.

o Breiðdalsvík: Allur fiskur verði tilbúin til afgreiðslu kl 15:00
o Stöðvarfjörður: Allur fiskur verði tilbúin til afgreiðslu kl. 16:00
o Höfn og Djúpivogur: Allur fiskur fer daginn eftir til Reykjavíkur