Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
31.01.2023

Frá og með deginum í dag, 31.janúar 2023 mun SNAP heyra sögunni til og við innleiðum Flýtiboð á uppboði dagsins.

Flýtiboð virkar þannig að þegar kaupandi ýtir á kaupa takkann horfum við á það sem svo að vilyrði sé fyrir kaupum og það skuldbindur kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann ýtir á ef hann er ekki keyptur á hærra verði. Klukkan hoppar upp eins og áður en kaupandinn sem ýtti mun vera með tilboð inni – nánar um flýtiboð og ástæðu breytinganna hér.

11.01.2023

FMS hf hefur ráðið Einar Guðmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu af Ragnari H. Kristjánssyni þann 31. janúar n.k.

Einar er fæddur og uppalinn í Bolungarvík á Vestfjörðum og hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi. Hann kemur til FMS úr starfi framkvæmdastjóra hjá Norðanfiski á Akranesi en þar áður var hann framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Hábrúnar í Hnífsdal. Þar áður starfaði hann sem skipstjóri í áratug og rak útgerð ásamt fjölskyldu sinni í Bolungarvík. Þá er hann útskrifaður viðskiptafræðingur úr Háskólanum á Bifröst. Einar er rúmlega fertugur að aldri og er búsettur í Garðabæ ásamt maka og þremur börnum.

Ragnar H. Kristjánsson lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt stöðu framkvæmdastjóra FMS í 22 ár, en hann hafði þar áður starfrækt fiskmarkað í Hafnarfirði í átta ár og því verið í fiskmarkaðsumhverfinu síðan 1992. Á sama tíma lætur einnig af störfum Þórður M. Kjartansson, skrifstofustjóri FMS til 22 ára, einnig að eigin ósk. Stjórn FMS hf vill koma á framfæri þakklæti til þeirra beggja fyrir störf sín í þágu félagsins.


Fyrir hönd stjórnar FMS hf,

Pétur Jóhannsson, stjórnarformaður,

Sandgerði, 11. janúar 2023.

16.12.2022

Reiknistofa fiskmarkaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Opnunartími skrifstofu RSF yfir hátíðarnar:

Það verður ekkert uppboð 23/12 - 26/12 2022 og 31/12 2022 - 1/1 2023. Uppboð verður þriðjudaginn 27/12 2021 og fyrsta uppboð á nýju ári verður mánudaginn 2/1 2022. Skrifstofa RSF verður lokuð þá daga sem ekkert uppboð er. Sjá nánar á uppboðsdagatalinu.

09.12.2022

Á þessu ári hefur RSF fengið fjölmargar ábendingar og athugasemdir um misnotkun á svokölluðu „SNAP“ sem er innbyggt í kerfi RSF sem virkar þannig að ef kaupandi ýtir of snemma á kaupa takkann að mati kerfisins er boðið ekki virt og byrjunarverð því hækkað og byrjað að telja aftur niður – nánar um „snappið“ hér og umræðuna sem hefur verið í gegnum tíðina. Möguleiki á misnotkun á þessari virkni hefur verið til staðar í kerfinu of lengi.

Það er því ekki nýtt að nálinni að óskað sé eftir breytingum á þessu til þess að koma í veg fyrir misnotkun. Þegar kaupandi ýtir á kaupa takkann horfum við á það sem svo að vilyrði sé fyrir kaupum og því ætlum við að taka út þessa virkni um „snap“ og bæta við virkni um „Flýtiboð“ sem virkar eins og „snappið“ nema að það skuldbindur kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann ýtir á ef hann er ekki keyptur á hærra verð. Þetta munum við kalla flýtiboð og því mun „snappið“ heyra sögunni til.

Þetta mun vera innleitt í kerfi RSF á næstu vikum. Við munum vera með prufuuppboð vegna þess fljótlega og hvetjum við áhugasama kaupendur að vera í sambandi við okkur ef þeir hafa spurningar eða vilja vera með í uppboðinu.

15.11.2022

Fyrritækið Ís 47 verður með Regnboga Silung til slátrunar næstu vikurnar.

Áhugasamir geta haft samband við Samúel hjá Fiskmarkaði Vestfjarða.

29.09.2022

Samkvæmt tilkynningu RSF þann 11.07.2022 var upplýst um niðurstöðu í dómsmáli sem RSF höfðaði gegn NRS vegna ólögmætrar eftirgerðar (kópíeringar) á uppboðskerfi RSF. Með dóminum var lagt bann við notkun NRS á kerfi sínu þar sem það væri allt að 98% eftirgerð (kópíering) á kerfi RSF en ekki sjálfstætt eða nýtt kerfi. Áfrýjunarfrestur til Landsréttar er liðinn og því er ljóst að dóminum verður ekki breytt heldur stendur hann óhaggaður og þar með lögbannið sem bannar NRS að halda uppboð í því kerfi RSF sem stolið var og kópíerað og ætlað til notkunar í samkeppni við RSF. Ljóst er að RSF telur samkeppni á öllum sviðum atvinnulífs af hinu góða en samkeppni þarf að verða sanngjörn og getur ekki byggst á því að menn taki eignir annara og nýti í starfsemi sinni og brjóti lög í þeim tilgangi að skapa sér stöðu á markaði.