Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
20.06.2023

FMS hf. og Fiskmarkaður Vestfjarða hf. hafa sameinast í eitt fyrirtæki undir nafni og kennitölu FMS hf.

Frá og með 23. júní n.k. mun öll starfsemi fiskmarkaðarins í Bolungarvík fara fram undir merkjum FMS Bolungarvíkur. Viðskiptavinum er bent á að beina öllum sínum erindum á FMS Bolungarvík eða á aðalskrifstofu FMS.

Starfsemi FMS í Bolungarvík verður óbreytt að öðru leyti. Frekari upplýsingar veita undirritaður eða Samúel Samúelsson FMS í Bolungarvík.

Einar Guðmundsson
Framkvæmdastjóri FMS hf.

19.06.2023

Í dag, 19.júní 2023, eru komin 20 ár síðan uppboð var haldið á uppboðsklukku RSF í gegnum internetið. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og ýmsar breytingar átt sér stað. Nú í dag fer allt fiskuppboð á Íslandi fram í gegnum vefinn rsf.is.

RSF óskar fiskmörkuðum, kaupendum, seljendum og öllum til hamingju með daginn!

30.05.2023

Það verða 30 kör af grálúðu til sölu á morgun 31. maí í Grindavík.

30 Tubs of Greenland halibut will be sold tomorrow, May 30th in Grindavík.

26.05.2023

Það verður ekkert uppboð um helgina og mánudag - næsta uppboð verður næstkomnandi þriðjudag, 30.maí. Njótið helgarinnar.

19.05.2023

RSF hefur innleitt auðkenningu notenda með rafrænum skilríkjum. Eina sem þarf að gera er að vera með skráða kennitölu á notandann og þau er hægt að skrá sig inn með því að velja “Rafræn skilríki” á innskráningar síðunni.

Einnig ef notendur eru með marga mismunandi aðganga skráða á sömu kennitölu þá er hægt að velja um þá í innskráningu.

17.05.2023

Við viljum minna á að það er uppboð á morgun, Uppstigningardag eins og venja er.

Síðasta sunnudagsuppboðið fyrir sumarfrí verður á sunnudaginn næsta, 21. maí. Svo snúa sunnudagsuppboðin aftur 3. september eftir sumarfrí.

Það er ekki uppboð á Hvítasunnudag, þann 28. maí eða á öðrum í Hvítasunnu, þann 29. maí.

Við minnum á uppboðsdagatalið sem má finna hér: Uppboðsdagatal.