Tilkynning frá iTub
iTub ehf hefur sett nýtt 460L ECO kar á markaðinn. Nýja karið er endurhönnun á eldra iTub kari sem
hefur verið á markaðnum s.l. 15 ár. Nýja karið sem er grátt á litinn vigtar einungis 42 kg, sem gerir
það að léttasta 460L kari á markaðnum. Það gengur fullkomlega með gamla góða gula iTub karinu
sem er þekkt fyrir styrk og endingu. Gula og gráa karið staflast auðveldlega saman.
Fyrst um sinn verður nýja karið í notkun hjá fáum útvöldum viðskiptavinum iTub ehf en smá saman
mun það verða algengara og á endanum taka alveg við af gulu iTub körunum.
Við vigtun á afla á hafnarvog og endurvigtun þarf að gæta að því að frádráttur umbúða (tara) sé
réttur, en frádrátturinn er 42 kg á nýja gráa ECO karinu.
Fyrstu 460L ECO körin voru seld gegnum uppboðkerfi RSF í dag, 6. Janúar.
Við viljum biðja notendur, bæði fiskmarkaði og fiskvinnslur, að halda gráu og gulu iTub körunum
aðskildum eftir notkun, þ.e. stafla þeim gulu saman og þeim gráu saman.
Einnig viljum við biðja notendur um að velja rétta tegund af iTub kari þegar notkun er skráð í MiND
kerfið, þ.e. iTub 460L fyrir gula karið eða iTub 460L ECO fyrir nýja grá karið.