Skip to main content
RSF

Snap!

Skrifað Mánudaginn 26. mars 2018, kl. 08:03

Að gefnu tilefni viljum við benda á að byrjunarverðið er ákveðið með því að skoða verð á sambærilegum fiski síðustu daga. Síðan aðlagar það sig að verði dagsins. Stundum verða töluverðar sveiflur á verði og til þess er innbyggt í kerfið svokallað „snap“. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd. Það virkar þannig að ef kaupandi ýtir of snemma á takkann að mati kerfisins þá sé byrjunarverðið of lágt og boðið er ekki virt. Byrjunarverðið hækkað um fyrirfram gefna krónutölu og byrjað að telja aftur. Þetta er gert til að tryggja rétt markaðsverð. Litið er á að ef kaupandi ýtir svona snemma að þá sé möguleiki að byrjað sé of lágt og kaupendur séu tilbúnir að greiða hærra verð. Kvartað hefur verið yfir því að verið sé að misnota þetta. Kaupendur séu að „snappa“ án þess að hafa hug á að kaupa viðkomandi fisk. Fiskurinn fari síðan á lægra verði en því sem „snappað“ var á. Kaupandanum sé þ.a.l. engin alvara í því að ýta á takkann. RSF mun í framhaldinu fylgjast vel með þessu og ef kaupendur verða uppvísir að þessari misnotkun þá verði tekið á því. Ef um ítrekaða misnotkun er að ræða, munu viðurlög á endanum vera lokun. Einnig er tillaga um að skuldbinda kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann „snappar“ á ef hann er ekki keyptur á hærra verði. —- The starting price in the auction is determined by the prices in the past. Then it adjusts to the price of the day.
Sometimes there is considerable fluctuation in prices.
That is why we have the “snap”.
This means that if the buyer pushes the button too early the system thinks that the starting price is too low and the bid is disregarded.
The starting price will increase by the pre-specified ISK and start counting again. This is done to ensure a proper market price.
We think that if a buyer pushes so early that there is a possibility that we‘re starting too low and buyers are willing to pay a higher price.
Complaints have been made of abuse.
Buyers are “snapping” for some reason without intending to buy the fish. The fish then goes at a lower price than what was “snapped” on.
The buyer is therefore not serious by pressing the key.
RSF will follow this closely and if that kind of abuse is seen, it will be dealt with. In case of repeated abuse, the account could ultimately be closed. It has also been suggested to oblige the buyer to buy the fish at the price that he “snapped“ on if it‘s not bought at a higher price.