Skip to main content
RSF

Tilkynning frá iTUB ehf.

Written 03.01.2023, 09:12

Varðar: Breytingar á erlendum og innlendum gjöldum

Ágæti viðskiptavinur,

Frá og með 1. mars 2023 mun þvottagjald á kerum sem notuð eru undir fisk í útflutningi, gjald fyrir heimflutning á tómum kerum frá skilastöðvum erlendis, þvottagjald innanlands og söfnunargjald fyrir kör sem sótt eru til viðskiptavina taka eftirfarandi breytingum:

Þvottagjald erlendis – verður 6,4 – 7,2 EUR án/VSK per ker
Heimflutningur frá skilastöðum erlendis – verður 1550 ISK án/VSK per ker Söfnunargjald innanlands – verður 480 ISK án/VSK per ker
Þvottagjald innanlands – verður 880 ISK án/VSK per ker

Heimflutningur kera sem flutt eru til Bretlands með Eimskip ber aukagjald sem nemur 420 ISK án/VSK.


Hækkun þessi er tilkomin vegna gengisþróunar krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum, almennra verðlagshækkana og hækkunar hjá þvottastöðvum í Evrópu.