Skip to main content
RSF

Áríðandi tilmæli frá Umbúðamiðlun

Skrifað Miðvikudaginn 11. desember 2013, kl. 09:12

Ágætu viðskiptavinir.

Til að anna eftirspurn eftir tómum kerum eru það vinsamleg tilmæli að þeim sé skilað við allra fyrsta tækifæri eftir losun þeirra og þvott.

Um leið minnum við á að ker í eigu UMB eru eingöngu ætluð undir matvæli og viljum við því biðja þá sem hugsanlega eru að nota þau undir annað, t.d. í vinnslu án heimildar, undir veiðarfæri, rusl, eða þess háttar, að koma þeim strax í eðlilega umferð.

Vegna strandflutninga með tóm ker hefur hægst mikið á veltuhraða þeirra þar sem tíma tekur að fylla gáma af kerum sem fara eiga með skipunum út á land. Því er gríðarlega mikilvægt að ker tefjist ekki að óþörfu af öðrum orsökum.

Það er okkar allra hagur að tóm ker séu ávallt til staðar undir afla.