Breyting á gjaldskrá RSF
Skrifað Föstudaginn 3. janúar 2014, kl. 15:53
RSF breytti fisknetsgjaldinu um áramót í kr. 8.500 í stað kr. 7.500 á mánuði.
Fisknetsgjaldið hefur verið það sama síðan Fisknetið var tekið í notkun á árinu 2003.
Þeir kaupendur sem nota Fisknetið hvort sem þeir kaupa eður ei eru rukkaðir um gjaldið.
Í stað þess mun RSF fella niður svokallað VPN-gjald sem var kr. 750 á mánuði .
Hikið ekki við að hafa samband við RSF ef þið eruð með spurningar.