Skip to main content
RSF

Tilkynning frá Eimskip vegna verkfalla

Skrifað Miðvikudaginn 29. apríl 2015, kl. 12:44

Eftirfarandi er tilkynning frá Eimskip vegna mögulegra verkfalla:

Kæri viðskiptavinur,

Ef til fyrirhugaðs verkfalls af hálfu aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) kemur, mun það hafa víðtæk áhrif á starfsemi innanlandsflutninga okkar út um allt land þar sem fjölmörg stéttarfélög á landsbyggðinni eru aðilar að SGS. Þannig mun áhrifa gæta hjá bílstjórum og vöruhúsastarfsmönnum á okkar helstu afgreiðslum á landsbyggðinni. Ef til verkfalls kemur leggjum við okkur fram við að veita lágmarksþjónustu á landsbyggðinni, en jafnframt gæta þess að verkfallsreglur séu virtar.

Fyrirhugað verkfall SGS mun ekki hafa áhrif á þjónustu innanlandsflutninga í Reykjavík. Dreifingarmiðstöð Eimskips Flytjanda í Klettagörðum verður opin og vörudreifing í Reykjavík verður einnig með hefðbundnum hætti.

Vinnustöðvunin sem hefst 30. apríl mun valda röskun í áætlunarflutningum og töfum á afgreiðslu sendinga í innanlandsflutningum.

Stöðvun á vinnu í maí mun hafa veruleg áhrif á þjónustu Eimskips en þó með mismunandi hætti á hverju landssvæði.

Ekki verður hægt að sinna gámaflutningum innan svæðis á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Austfjörðum á meðan verkfall stendur yfir.

Í meðfylgjandi skjali er yfirlit sem sýnir áhrif á þjónustu Eimskips á hverju svæði ef til verkfalls aðildarfélaga SGS kemur.

Stöðvun á vinnu aðildarfélaga SGS í apríl og maí 2015:

30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.
6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).
7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).
19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).
20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).
26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

Við fylgjumst með þróun mála og upplýsum ykkur um stöðuna.

Smellið hér til að sjá PDF skjal með útlistun á áhrifum verkfalls á áfangastaði.