Athugasemdir á stæðum - Kaupendur
Skrifað Föstudaginn 22. febrúar 2013, kl. 12:55
Í haust innleiddi RSF athugasemdakerfi á síðunni. Til að gera athugasemd við kaupafærslu er farið inn í einkaaðgang og smellt á “Fiskkaup”. Síðan er fundin kaupafærslan og smellt á stæðunúmerið.
Þá opnast kaupafærslan og upplýsingar um hana.
Þar er hægt að skrá athugasemd, og setja inn viðhengi, t.d. myndir eða skýrslu. Síðan er smellt á “Senda athugasemd” og þá fær viðkomandi markaður tölvupóst. Einnig er hægt að bæta við netfangi til að senda á, í þar til gerðan reit. Ef starfsmaður markaðsins svarar athugasemdinni eins og honum ber, munu samskiptin vistast í þessari mynd.