Skip to main content
RSF

Upplýsingastefna RSF

Hér á eftir fer upplýsingastefna Reiknistofu fiskmarkaða:

  • Að veita viðskiptavinum sínum gott og takmarkalaust aðgengi að þeim upplýsingum sem hann sjálfan varðar og tengjast hans eigin viðskiptum. Jafnframt aðgengi að heildarsölutölum allt að eitt ár aftur í tímann.

  • Að veita almenningi aðgengi að upplýsingum um framboð á næsta uppboði og sölu síðasta uppboðsdags.

  • Að veita öðrum aðilum þær upplýsingar sem skylt er skv. lögum sem um það gilda á hverjum tíma.

  • Að stefna að því að þær upplýsingar sem veittar eru séu aðgengilegar viðskiptavinum á rauntíma í einkaaðgangi á vefsíðu Reiknistofunnar, www.rsf.is.

  • Varðandi veitingu upplýsinga frá einstökum fiskmörkuðum tengdum sölukerfi Reiknistofunnar er vísað á viðkomandi fiskmarkað.

  • Reiknistofan mun eingöngu afhenda heildarupplýsingar og mun ekki sundurliða þær eftir fiskmörkuðum né öðrum viðskiptavinum.