Samræming bankaábyrgða vegna kaupa á fiskmörkuðum
RSF hefur farið fram á við banka sem ábyrgjast kaupendur á fiskmörkuðum að þeir samræmi sínar ábyrgðir. Þetta er gert til að jafna kjör kaupendanna því þau eru misjöfn og fara eftir hvaða banki ábyrgist þá. Einnig hafa skilmálar sumra ábyrgða ekki verið nógu skýrir og RSF vill breyta því.
RSF hefur náð samkomulagi við bankana um þessa skilmála og munu þeir verða í sambandi við kaupendur þar sem þörf er á breytingum.
RSF hefur gefið frest til breytinga til 15. janúar og frá og með þeim degi verða þær ábyrgðir sem komast ekki gegnum “nálarauga” RSF ekki teknar gildar.
Hikið ekki við að hafa samband við RSF ef þið eruð með spurningar.