Varað við að nota Internet Explorer 6-11
Skrifað Þriðjudaginn 29. apríl 2014, kl. 12:40
Galli í Internet Explorer 6 til 11 hefur nýverið komið í ljós og stafar mikil hætta af honum við hinn almenna notanda. Mælt er sterklega með því að nota annan vafra (eins og Chrome, Safari eða Firefox) eða að slökkva á Adobe Flash. Óvíst er að þessi galli verði lagaður fyrir þá sem nota ennþá Windows XP.
Frekari upplýsingar er að finna í þessari frétt á Forbes.
RSF mælir sterklega með því að notað sé annað hvort Chrome, Safari eða Firefox.