Skip to main content
RSF

Ný heimasíða RSF

Skrifað Laugardaginn 27. september 2014, kl. 20:27

Ný heimasíða RSF er nú komin í gang með hinum ýmsu nýjungum, breytingum og lagfæringum sem við vonum að komi sem flestum til góða. Á meðal nýjunga má nefna:

  • Stuðningur við farsíma
  • Lifandi uppfærsla á uppboði (í stæðulistanum)
  • Betri útprentanir
  • Auknir valmöguleikar í listum
  • Tilkynningar um verðbreytingar á stæðum (eingöngu fyrir kaupendur eins og er)
  • Excel og XML útgáfa af Fisksölu
  • Betri forsíða
  • Almenn virkni á síðunni tvöfalt hraðari
  • Betri upplýsingar um stæður þegar smellt er á þær í fiskkaupum/fisksölu
  • Stuðningur við löndunarnúmer
  • Breiðari síða svo hægt sé að koma meiri upplýsingum fyrir á skjánum

Nokkrar breytingar hafa einnig fylgt þessum nýjungum en þær helstu sem við viljum taka fram eru að “Framboð í dag sundurliðað” er nú komið inn í stæðulistann, og að hliðarvalmyndin (þar sem þú valdir hvaða lista þú vildir sjá eins og Fiskkaup eða Fisksölu o.s.frv.) er nú komin í röndina uppi og er lárétt í staðinn fyrir lóðrétt. Það var gert til að auka lárétt pláss svo hægt væri að stækka letrið og koma meiri upplýsingum fyrir á skjáinn.

Vonandi njótið þið þessara breytinga vel og ef þið eruð með einhverjar athugasemdir eða spurningar ekki hika við að hafa samband við RSF, annað hvort í síma 420-2000 eða senda póst á rsf@rsf.is.