Skip to main content
RSF

Merkja greiðslur með 6 stafa kaupendanúmeri

Skrifað Fimmtudaginn 16. október 2014, kl. 14:23

Að gefnu tilefni vekjum við athygli á því að þegar greitt er inn á reikning RSF án þess að nota kröfuna í netbankanum er nauðsynlegt að merkja greiðsluna.
Það er gert með 6 stafa tölu sem byrjar á 8 og endar á kaupendanúmerinu með núllum á milli. (8xxxxx).

Það er misjafnt eftir bönkum í hvaða svið þetta númer er sett en þau heita eftirfarandi:

Arion banki                      =     Seðilnúmer
Landsbanki / fyrirtækjabanki     =     Stutt tilvísun
Landsbanki / einkabanki          =     Tilvísun
Sparisjóður                      =     Tilvísun
Íslandsbanki                     =     Stutt skýring (tilvísun)

T.d. ef kaupendanúmerið er 950, þá er sett 800950 í viðkomandi svið, ef það er 5 þá er sett 800005.
Ef þetta er gert fer greiðslan sjálfkrafa inn í kerfi RSF innan tveggja mínútna.
Aftur á móti ef það er ekki gert er alveg undir hælinn lagt hvenær starfsmenn reka augun í greiðsluna og slá hana inn sem gæti verið of seint!
Við höfum reynt að fylgjast með reikningnum á meðan á uppboðinu stendur en það er ekki hægt að treysta á það.
Fljótlegra er að slá þetta inn heldur en að þurfa að taka upp símann og benda okkur á greiðsluna