Tilkynning frá Eimskip
Skrifað Föstudaginn 31. janúar 2025, kl. 15:23
Veður fer nú versnandi á öllu landinu og af þeim sökum mun fiskur keyptur á RSF í dag 31.1.2025 ekki vera til afhendingar fyrr en á sunnudagskvöld 2.2.2025 . Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula og gula viðvörun á öllu landinu. Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara.
Við fylgjumst vel með þróun mála og brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.
Allar almennar upplýsingar varðandi lokanir á vegum má finna á www.vegagerdin.is
