Tilkynning til kaupenda á fiskmörkuðum og flutningsaðila á fiski af landsbyggðinni.
Frá og með mánudeginum 20. júlí 2015 sjá Landflutningar um móttöku og afgreiðslu á fiski utan af landi í húsi sínu í Reykjavík.
Þar með lýkur tuttugu og þriggj ára móttökuþjónustu á fiski af landsbyggðinni, hjá FMS í Hafnarfirði ( Faxalóni).
Starfsmenn FMS í Hafnarfirði þakka flutningsaðilum, kaupendum og öðrum samstarfsaðilum kærlega fyrir farsælt samstarf í gegnum árin.
Nýr opnunartími FMS í Hafnarfirði er á milli 7 - 19 alla virka daga ( til kl. 21 ef bátar eru á sjó í Hafnarfirði).
Fiskur seldur frá Drangsnesi og Norðurfirði í gegnum FMS Hafnarfirði verður til afgreiðslu í Hafnarfirði kl. 7 morguninn eftir sölu.
Kær kveðja,
Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri FMS