Skip to main content
RSF

Tilkynning frá Reiknistofu fiskmarkaða til viðskiptavina

Skrifað Föstudaginn 27. nóvember 2015, kl. 08:43

Umgengnisreglur við sölukerfi RSF

Reiknistofa fiskmarkaða (RSF) hefur verið ásamt fiskmörkuðunum (FM) að útbúa umgengnisreglur við sölukerfi RSF.
Þær snúa að mestu að fiskmörkuðunum sjálfum.
Verið er að samræma vinnubrögð markaðanna við skráningu í og umgengni við sölukerfið.
Þetta hefur einnig í för með sér nokkrar breytingar fyrir kaupendur, seljendur og flutningsaðila a.m.k. skerpir á hlutum.
Þessar reglur hafa margar verið í gildi en óskrifaðar.
Þær taka formlega gildi 4. desember nk.

Þetta er:

  1. Æskilegt er að búið sé að skrá fjarskiptasölu fyrir kl. 12:00 eða 1 klst fyrir uppboð.

  2. Skráningu á söluupplýsingum verður lokað fyrr og uppboðslýsingin verður komin á síðuna um kl. 12:20.

  3. Einungis er leyfilegt að færa kaupafærslu í heilu lagi af einum kaupanda yfir á annan ef rökstuðningur og skriflegt samþykki beggja kaupenda liggur fyrir, tölvupóstur eða fax.

  4. Það má ekki færa hluta kaupafærslu yfir á annan eða aðra kaupendur.

  5. Stæður eru ekki boðnar upp aftur ef fiskmarkaður eða kaupandi gerir mistök í uppboði.

    Sú leiðrétting sem þykir nauðsynleg er gerð af viðkomandi fiskmarkaði í samráði við hlutaðeigandi.

  6. Allir sem taka við fiski sem seldur er á fiskmarkaði skulu kvitta fyrir móttöku á honum. Ef það er ekki gert getur viðkomandi átt á hættu að fá ekki afgreiddan fisk framar.

  7. Við skráningu á seljendum skal skrá eins ítarlega og mögulegt er. Upplýsingar sem á að skrá ef mögulegt eru:

    • Skipaskrárnúmer
      * Nafn fyrirtækis ef ekki skip/bátur * Nafn skips/báts * Einkennisstafir * Veiðarfæri * Heimahöfn * Netfang um borð * Sími um borð * Útgerðaraðili * Heimilisfang útgerðaraðila * Kennitala útgerðaraðila * VSK númer útgerðaraðila * Símanúmer útgerðaraðila * Netfang útgerðaraðila * Reikningsnúmer útgerðaraðila * Nafn tengiliðs * Símanúmer tengiliðs * Netfang tengiliðs * Netfang til að senda afreikninga á